Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Qupperneq 62
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um, sem hefur safnnúmerið Þjms 6524, betur varðveitt og fallegri (mynd
5)." Eftirfylgjandi tafla sýnir mál, þyngd, myndefni og stíl nælunnar.
Mál og þyngd
Safn- númer Hæð í cm Breidd í cm Þykkt í cm Þyngd 18r
Þjms 6524 4,0 3,6 0,4 13,46
Myndefni og stíll
Myndstef Úmesstíls 2 Myndstef Úmesstíls 3
X 2 • X
Nælan er lausafundur úr rústum eyðibýlisins Tröllaskógs á Rangárvöll-
um. Hún er mjög vel varðveitt, þó örlítið sé brotið úr henni og nálina vanti
aftan á. A bakhlið nælunnar má sjá hvar nálin hefur verið fest, hægra
megin er bryggja og vinstra megin krókur og snýr opið niður. Neðst má
sjá lykkju til að festa hring eins og á áðurnefndri nælu frá Lindholm
Höje.'4 Nælan er úr silfri og lögð niello á framhlið í tvær punktaraðir eftir
hálsi, búk og framfæti dýrsins og fremri rófuflipa, þannig að fram koma
fallegar andstæður sléttra flata og skreyttra. Myndstefin eru þrjú: í miðju
er aðalefni myndarinnar, dýr með lagi myndstefs 2 umkringt tveim dýr-
um af gerð þriðja myndstefs (mynd 5). Miðdýrið er með lagi af myndstefi
2 og er sýnt á hlið frá hægri og hefur einkennandi ílangt höfuð sem horfir
fram og er sýnt frá hlið. Einkennandi fyrir Urnesstíl er að dýrin eru yfir-
leitt séð frá hlið og er höfuð dýrsins með lagi myndstefs 1 því nær alltaf
sýnt frá hlið, en dýrshöfuð myndstefja 2 og 3 ýmist frá hlið eða ofanfrá.
Dýrið af myndstefi 2 er með dæmigerða langa frammjóa snoppu og geng-
ur tota aftur og niður úr, en vefst hér ekki upp. Ginið er stórt og opið.
Augað er dæmigert fyrir Úrnesstíl svo stórt að það tekur næstum yfir all-
an hausinn. Að framan gengur það í odd, og það er dropalagað, en ekki
möndlulaga, enda fylgja útlínur þess lögun höfuðsins. Dýrið hefur vel
gert eyra en engan hnakkabrúsk. Háls og búkur eru sléttir og sveigðir,
skreyttir eins og áður segir með tveimur röðum af punktum með niello-
fyllingu. Það er ekki með snigil við liðamót eins og algengt er, heldur er
bogadregin lína rist inn og skálína markar hné á framfæti. Dýrið er með
tvíklofna rófu. A fremri rófuflipa er áðurnefnd punktalína með niello, en