Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 64
68
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Úrnesstíll og rómönsk list
Frá Tröllaskógi er líka til næla sem skreytt er með guðslambi, Agnus
Dei, sem ber staf með krossi og er gert í hreinræktuðum rómönskum stíl
(safnnúmer Þjms 5998). Innan núverandi landamæra Danmerkur hafa
fundist fjórar nælur af sömu gerð/’ Ein þeirra er sýnd hér (mynd 8), en
hún fannst við torg Frúarkirkju í Hróarskeldu (suðvesturhorn, utan við
kirkjuvegg), safnnr. NM II D 5894 b. " í Danmörku hafa Úrnesnælur, næl-
ur af svonefndri Alaborgargerð og þessi gerð af nælum, með Agnus Dei í
hreinræktuðum rómönskum stíl, oft fundist á sömu stöðum.
Yfirlit
Með þessari grein var ætlunin að vekja athygli á list síðari hluta vík-
ingaaldar meðal íslenskra minja og undirstrika samhengið í þróun og
skyldleika við önnur Norðurlönd, með því að fjalla um valda, einkenn-
andi og einstaka hluti bæði smáa og stóra, tví- og þrívíða. Einnig átti að
setja fram nýjar athuganir varðandi hina svonefndu Mammen-,
Hringaríkis- og Úrnesstíla á íslenskum gripum og reyna að skilja þá betur
og stuðla að skoðanaskiptum.
Mjöll Snæsdóttir pýddi.
Tilvísanir
1. Með yngri víkingaaldarstílum er átt við þá stíla sem yngri eru en Jalangursstíll, en með
honum er átt við myndir eins og á bikarnum litla frá Jalangri (Jelling) í Danmörku.
2. Roesdahl 1989:196.
3. Östergárd 1991:126 og áfr., mynd. 1-6; Kaland 1992:193, mynd 2 og 3.
4. Eldjárn 1966:20, mynd 5.
5. Eldjám 1956:421, mynd 193.
6. Magnússon 1975:66.
7. Magnússon 1987:30, mynd 20.
8. Eldjárn 1956:421, mynd 193.
9. Graham-Campbell 1989:191.
10. Graham-Campbell 1989:191.
11. Fuglesang 1981:134.
12. Vellev 1991:77.
13. Gottlieb 1991:80, mynd 6a-b.
14. Lindqvist 1931:148.
15. Jungner 1940: mynd 90 -105.
16. Fuglesang 1981: 90.
17. Eldjárn 1966: 20, mynd 5.
18. Godtfredsen og Frederiksen 1988:4.
19. Godfredsen og Frederiksen 1988:4.
20. Godtfredsen og Frederiksen 1988:67.
21. Goldschmidt 1970: myndsíða LXIII mynd 189 b-c og myndsíða LXIV, mynd 189 d-e.
22. Fuglesang 1991: 94, mynd 31 c.