Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 77
UM ALDUR HILLEBRANDTSHÚSS Á BLÖNDUÓSI
81
Þegar slíkt hús var tekið niður og flutt var auðvitað gert við allar slíkar
skemmdir. Skipt var um þá byggingarhluta sem voru alveg ónýtir en gert
við hina sem minna voru skemmdir. Slík aðgerð leynir sér ekki hafi hún
átt sér stað. Þá sæist hvar fúi var numinn burt, hvar fella þurfti í skemmd-
ir, skeyta við stoðir eða endurnýja úr nýjum við.
Skemmst er frá því að segja að í Hillebrandtshúsi er ekki um neinar
slíkar viðgerðir að ræða. Ekki verður betur séð en húsið hafi allt verið
smíðað úr nýju og áður ónotuðu efni á Blönduósi og ekkert verið gert við
grind þess síðan.
Gamla krambúðin á Skagaströnd er talin hafa verið reist árið 1733 og
árið 1803 er hún sögð vera orðin svo léleg og skemmd af fúa að hún er
talin ónothæf til að geyma í þurravöru. Vel má ímynda sér að þá hafi verið
gert rækilega við húsið og það notað áfram til ársins 1877. Þá, rúmum 70
árum síðar, má einnig gera ráð fyrir því að húsið hefði öðru sinni verið
komið á það hrörnunarstig að nauðsynlegt hefði verið að gera mikið við
það aftur. Sú viðgerð hefði þá farið fram þegar húsið var flutt og endur-
reist á Blönduósi. Ef þetta hefði verið framvindan þá hefðu ummerki um
viðgerðirnar ekki leynt sér.
Enda þótt grind Hillebrandtshúss sé nú mikið fúin þá er hvergi að sjá
ummerki um eina einustu viðgerð á henni. Hvergi hefur verið fellt í viði
vegna skemmda, hvergi skeytt við stoðarenda, hvergi skipt um einn ein-
asta máttarvið. Ekki er heldur neins staðar að sjá för eftir eldri samsetn-
ingar sem bent gætu til þess að máttarviðirnir séu endurnotaðir úr eldra
húsi.
Að lokum:
Af lestri greinar Hrefnu tel ég margt benda til þess að hún hafi af miklu
kappi sett sér það markmið í upphafi að leiða að því rök að Hillebrandts-
hús sé elsta timburhús landsins. Svo virðist sem löngunin til að staðfesta
hrífandi goðsögn hafi leitt hana til þess að skoða heimildir og ummerki og
túlka þau þannig að þau skyldu fremur styðja tilgátuna um aldur hússins
og a.m.k. alls ekki afsanna hana.
Ef heimildir og ummerki eru skoðuð í gagnrýnu ljósi verður niðurstað-
an önnur: Ekkert nýtt hefur komið fram sem bendir til þess að Hille-
brandtshús og gamla krambúðin á Skagaströnd sé eitt og sama húsið.
Samanburður á gömlum lýsingum á krambúðinni við Hillebrandtshús
bendir ekki til að svo sé. Ummerki í Hillebrandtshúsi benda til þess að það
hafi ekki verið endurbyggt heldur reist sem nýtt. Ekki verður hins vegar
sagt að sögnin um flutning hússins hafi verið endanlega afsönnuð.
Eftir þessa gagnrýni á verk mæts manns þá tel ég nauðsynlegt að gera
svolitla játningu um samsekt rnína með Hrefnu. Mér virðist nefnilega