Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 79
UM ALDUR HILLEBRANDTSHÚSS Á BLÖNDUÓSI 83 ins árin 1992 og 1993 orðið þynnri en ella og haft meiri sannleika að geyma. í ljós kemur að Hillebrandtshús er byggt úr viðum eldra húss eða húsa að mestu leyti. Yfirgnæfandi hluti húsgrindarinnar er tilhöggvinn viður og því nokkuð gamall. Hluti grindarinnar er nýrri. Ekki er um að ræða að húsið hafi verið flutt til Blönduóss og reist þar aftur í sömu mynd, heldur er byggt úr efni eldra húss. Líklegt má telja að Hillebrandtshús sé jafnbreitt húsinu sem það er byggt úr, og ef til vill er lengd þess svipuð. Glugga- og dyraop eru með allt öðrum hætti. Timburklæðningar útveggja og þaks eru úr sambærilegum klæðningum eldra húss og liggur nærri að ætla að það kunni að vera úr sama húsi og grindarefnið. Klæðning upphaflega hússins hefur verið lóðrétt borðaklæðning með mjórri listum yfir samskeytum. Klæðningin var máluð með rauðri tjörumálningu. Þegar Hillebrandtshús var klætt voru aðeins undirborðin notuð. Veggirnir voru þéttklæddir og tjörupappi negldur yfir borðin að utan og pappinn síðan málaður í ljós- gráum eða hvítum lit. Þakklæðning upphaflega hússins hefur að líkindum verið úr tjörguðum borðum. A Hillebrandtshúsi voru sömu borð notuð á annan hátt. Þau voru negld þétt saman á sperrurnar og þakið síðan klætt tjörupappa. Gólfborð Hillebrandtshúss hafa líka sum gegnt öðru hlutverki í eldra húsi. Sjá má að nokkur þeirra hafa verið tjörguð klæðning í fyrra lífi. Sagan um flutning hússins frá Skagaströnd virðist af þessu geta verið sönn í sjálfu sér. Hún hefur bara verið oftúlkuð og skilin á þann veg að Skagastrandarhúsið hafi verið endurreist á Blönduósi. Sú er ekki raunin eins og segir hér að framan heldur var Hillebrandtshús reist sem nýbygg- ing úr viðum eldra húss og svolitlu bætt við af byggingarefni. Nú getur menn auðvitað greint á um það hve mikil breyting má verða á húsi við að- stæður eins og þessar áður en til þess kemur að um nýtt hús sé að ræða. Þar getur verið erfitt að skera úr. Umræðan um aldur Hillebrandtshúss hófst með rökstuddri tilgátu Hrefnu um að Hillebrandtshús væri elsta hús landsins. Þeir sem vilja halda sem fastast í þá túlkun skyldu hafa það í huga, að á Djúpavogi stend- ur gamalt hús, Langabúð, sem byggt var um miðja seinustu öld uppúr eldri húsum sem reist voru um miðja 18. öld en þau hús voru hins vegar reist skömmu fyrir 1640. Núverandi hús stendur á sama grunni og upp- haflegu húsin, er jafnbreitt og byggt að langmestu leyti úr sama efni. Þótt Langabúð sé reist um 1850 þá nær saga hússins aftur til 1640. Líklegt má telja að fleiri hús finnist hér á landi sem byggð séu úr viðum sér miklu eldri húsa og séu lík þeim að stærð og lögun. Um Hillebrandtshús verður sagt með vissu að það er reist árið 1877 úr viðum miklu eldra húss, en frá því greina ýmsar heimildir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.