Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 88
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 5. Höfuð skrípis
nálægt skráargati á stólnum
á íslandi. Ljósm.:
Guðmundur Ólafsson.
Grotesque head near keyhole
on the chair in Iceland.
mál er það ekki, að lyklinum að stólkistlinum fylgdi einhver sérstök nátt-
úra. í hinu fræga ævintýri um Bláskegg var lykill að klefa í rauninni álfur.
(Sjá: The Classic Fairy Tales, Iona and Peter Opie, 1974). Gömul trú er að
yfirskilvitlegar verur hafi átt leið gegnum skráargöt.
Stórt bundini jurta með fléttaðri gjörð umhverfis er skorið út á báðum
bakstólpunum í stól Ara Jónssonar. Þessi atriði, sem setja mikinn svip á
hið aldna húsgagn, liggja gegnt miðju bilinu milli þverfjalanna í baki eða
því sem næst. Vissar hliðstæður við þau má finna á hinum stólnum frá
Grund. Þar er lítið jurtabundini haft á miðjum rimlunum í baki. Einhver
tengsl kunna að vera milli þessa útskurðar og knippisgjarðarinnar sem
nefnist á norsku „reipstav". Sú gjörð þekkist í gamalli, norrænni list. Sést
hún á skírnarfontum, og menn trúðu því að hún bægði frá áhrifum illra
anda, einnig kemur gjörð þessi í ljós á norskum trjábolsstólum. Fleira virð-
ist vera á ferðinni. Vargsmyndirnar efst á stólpum Arastóls, sem minna á
víkingaskip og stafkirkjur, geta staðið í sambandi við trú á úlfa sem gróð-
ur- og uppskeruvætti, sem var við lýði á þýska menningarsvæðinu. Um
þá trú og fleira efni af skyldu tagi má lesa í safnritinu Handbuch des
deutschen Aberglaubens. Síðasta bundini uppskerunnar var kallað úlfur. I
báðum bundinum stólpanna koma fram smáar og all kímilegar myndir úti
á endum. A vinstra stólpa utanverðum er gert grímuandlit karlmanns,
kórónað, við efra endann í bundini, og hér samruni, en mynd fisks er á
enda að neðan. Grett grímuandlit karlmanns kemur í ljós á utanverðu
bundini hægra stólpa. Við andlit þetta eru gerð löng, úlfsleg eyru. Tengsl
virðast vera hér við myndir í norskum stafkirkjum, sbr. stafkirkjurnar sem
kenndar eru við Gol, Hegge og Torpo. I þjóðtrú og þjóðsiðum þýska
svæðisins hefur tíðkast að menn nefndu konung það síðasta sem skorið