Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 88
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Mynd 5. Höfuð skrípis nálægt skráargati á stólnum á íslandi. Ljósm.: Guðmundur Ólafsson. Grotesque head near keyhole on the chair in Iceland. mál er það ekki, að lyklinum að stólkistlinum fylgdi einhver sérstök nátt- úra. í hinu fræga ævintýri um Bláskegg var lykill að klefa í rauninni álfur. (Sjá: The Classic Fairy Tales, Iona and Peter Opie, 1974). Gömul trú er að yfirskilvitlegar verur hafi átt leið gegnum skráargöt. Stórt bundini jurta með fléttaðri gjörð umhverfis er skorið út á báðum bakstólpunum í stól Ara Jónssonar. Þessi atriði, sem setja mikinn svip á hið aldna húsgagn, liggja gegnt miðju bilinu milli þverfjalanna í baki eða því sem næst. Vissar hliðstæður við þau má finna á hinum stólnum frá Grund. Þar er lítið jurtabundini haft á miðjum rimlunum í baki. Einhver tengsl kunna að vera milli þessa útskurðar og knippisgjarðarinnar sem nefnist á norsku „reipstav". Sú gjörð þekkist í gamalli, norrænni list. Sést hún á skírnarfontum, og menn trúðu því að hún bægði frá áhrifum illra anda, einnig kemur gjörð þessi í ljós á norskum trjábolsstólum. Fleira virð- ist vera á ferðinni. Vargsmyndirnar efst á stólpum Arastóls, sem minna á víkingaskip og stafkirkjur, geta staðið í sambandi við trú á úlfa sem gróð- ur- og uppskeruvætti, sem var við lýði á þýska menningarsvæðinu. Um þá trú og fleira efni af skyldu tagi má lesa í safnritinu Handbuch des deutschen Aberglaubens. Síðasta bundini uppskerunnar var kallað úlfur. I báðum bundinum stólpanna koma fram smáar og all kímilegar myndir úti á endum. A vinstra stólpa utanverðum er gert grímuandlit karlmanns, kórónað, við efra endann í bundini, og hér samruni, en mynd fisks er á enda að neðan. Grett grímuandlit karlmanns kemur í ljós á utanverðu bundini hægra stólpa. Við andlit þetta eru gerð löng, úlfsleg eyru. Tengsl virðast vera hér við myndir í norskum stafkirkjum, sbr. stafkirkjurnar sem kenndar eru við Gol, Hegge og Torpo. I þjóðtrú og þjóðsiðum þýska svæðisins hefur tíðkast að menn nefndu konung það síðasta sem skorið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.