Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
litið framhjá dæmum í engilsaxneskri listhefð, en hún á reyndar listum
Miklagarðsríkis margt að þakka.
Maður með biskupseinkennum kemur tvisvar í ljós á baki Arastóls, og
eru myndirnar látnar standast á lóðrétt. Varla þarf þetta að vekja undrun.
I list miðalda sést mynd sama manns stundum oftar en einu sinni innan
sama verks. Er t.d. fjöldi mynda af Vilhjálmi bastarði á reflinum í Bayeux.
A báðum stólunum má greina auðkenni sem talin verða gotnesk. Kemur
Matthías Þórðarson að því í áðurnefndri grein í Árbók fornleifafélagsins.
Varðandi myndirnar á baki Arastóls er vert að taka fram að á því ber með-
al verka í gotneskum stíl að gerðir eru hópar fólks, og það þekkist að hafð-
ar eru saman myndir ættmenna, sbr. gröf Róberts vitra Sikileyjarkonungs
(d. 1343). Það kemur fyrir í list Miklagarðsríkis að efnisþættir í verki til-
heyra ekki allir sama tíma, og neðst meðal myndanna í baki Arastóls
rekum við okkur á tímaskekkju, þar sem við blasir líklega Jónas spámaður
í miðaldabúningi. Slík tímaskekkja er reyndar algeng í evrópskri list.
Þegar sætin frá Grund eru smíðuð hafði tíðkast öldum saman að lista-
menn mörkuðu sjálfsmynd á verk sín. Þessar sjálfsmyndir voru iðulega
gerðar til hliðar. Vel þykir mér hugsanlegt að fram komi andlitsmynd Ara
lögmanns Jónssonar á stólnum í Danmörku. Kynni slíku hlutverki að
gegna lítil mynd í öðru bili frá vinstri meðal bilanna sem verða milli
kringla á efri þverfjöl baks. Er þarna karlmannsandlit, séð að framan, ekki
frítt, og er það eitt í bili þétt hjá vængjuðu kynjadýri. Maðurinn er með
talsverðan hárlubba, og lubbinn ekki ólíkur húfu. Þetta útskurðaratriði er
stakt þar sem það liggur fremur utarlega til vinstri á fjöl.
Nemum staðar við sækonuna í fyrstu kringlu frá vinstri í baki Arastóls
og konuna með reykelsiskerið í annarri kringlu frá hægri. Konur þessar
Mxjnd 9. Hluti afefri þver-
fjöl baks í stólnumfrá
Grund sem er í Danmörku.
í miðju kona vaxin sem
ormur að neðan. T.h. er ef
til vill sjálfsmynd Ara
Jónssonar. Ljósm.: Þjóð-
minjasafn Danmerkur.
Part of upper transversal
panel ofback in the Den-
mark chair. In centre a zuo-
man in theform ofa ser-
pentfrom zvaist dozun. At
right there is perhaps the
selfportrait ofAri Jónsson.