Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 106

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 106
110 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Reyki í Ölfusi og Snæfellsnes. 28. ágúst 1789 var skrifað í dagbók leiðang- ursins að Stanley hefði fundið íslenska hljóðfærið langspil. Þegar Stanley kom um borð sýndi hann okkur íslenskt hljóðfæri, sem heitir langspil. Það er í lögun líkast stýfðum píramíða, 5 Vi þuml. sinn- um 3 og 1 í toppinn, hæðin 39 þuml., með sex strengjum úr látúnsvír, hinn lengsti 37 og hinn stysti 12 Vi þumlungur festir líkt og gítarstrengir við grunn píramíðans, og leikið á þá með klunnalegum boga. Stanley lék á það, en naumast getur annað hljóð látið verr í eyrum en þau, sem úr því komu.‘ Önnur 18. aldar heimild um íslenska langspilið er ævisaga séra Jóns prófasts Steingrímssonar (1728-1791) sem hann ritaði sjálfur á árunum 1784-1791.1 sögunni er tvisvar minnst á langspilsleik: Hún [þ. e. Þórunn Hannesdóttir, síðar eiginkona höfundar] hafði mig og áður séð, er eg var í skóla [höfundur var í Hólaskóla 1744-1750], því síra Sveinn [Jónsson, prestur á Knappsstöðum] og síra Pétur [Björnsson, prestur á Tjörn], skólabræður mínir, sem voru um hátíðir þar á klaustr- inu, lokkuðu mig um ein jól að koma þangað að sjá stað og fólk og slá þar upp á langspil, er eg með list kunni, ásamt syngja með sér, hvar af klausturhaldari hafði stóra lyst á stundum. Þá eg í minni Setbergsferð, hvar um áður er getið, hafði næturstað á Bæ í Borgarfirði, sá eg þar snoturt langspil, er þar hékk, og þarverandi hús- móðir, Mad'Þuríður Ásmundsdóttir átti og brúkaði. Hún, sem gera vildi mér alt til þénustu og afþreyingar, bauð mér það til að slá upp á það. Og þá eg það reyndi, gat eg það ei fyrir innvortis angursemi og hugsun til fyrri daga, hvað þá hún sá, tók hún sjálf að spila á það ein þau listilegustu lög, hvar við eg endurlifnaði við og fékk þar af sérleg rólegheit." Árið 1811 kom út ferðabók eftir Sir George Steuart Mackenzie um ferðir hans á íslandi árið áður. f þeirri ferðabók er einnig lýsing á íslenska lang- spilinu. Mackenzie segir þannig frá heimsókn að Innra-Hólmi til Magnús- ar Stephensens: Við sátum undir borðum og vorum með hugann allan við að njóta góð- gerðanna þegar ómur af tónlist barst okkur allt í einu að eyrum. Hnífar og gafflar voru þegar í stað lagðir niður og við horfðum fagnandi hver á annan. Þar eð við höfðum ekki heyrt neitt þess háttar áður á íslandi, nema þegar sargað var ömurlega á fiðlu í danshúsinu í Reykjavík, var það okkur til mjög mikillar ánægju að heyra þennan viðkunnanlega óm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.