Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Qupperneq 106
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Reyki í Ölfusi og Snæfellsnes. 28. ágúst 1789 var skrifað í dagbók leiðang-
ursins að Stanley hefði fundið íslenska hljóðfærið langspil.
Þegar Stanley kom um borð sýndi hann okkur íslenskt hljóðfæri, sem
heitir langspil. Það er í lögun líkast stýfðum píramíða, 5 Vi þuml. sinn-
um 3 og 1 í toppinn, hæðin 39 þuml., með sex strengjum úr látúnsvír,
hinn lengsti 37 og hinn stysti 12 Vi þumlungur festir líkt og gítarstrengir
við grunn píramíðans, og leikið á þá með klunnalegum boga. Stanley
lék á það, en naumast getur annað hljóð látið verr í eyrum en þau, sem
úr því komu.‘
Önnur 18. aldar heimild um íslenska langspilið er ævisaga séra Jóns
prófasts Steingrímssonar (1728-1791) sem hann ritaði sjálfur á árunum
1784-1791.1 sögunni er tvisvar minnst á langspilsleik:
Hún [þ. e. Þórunn Hannesdóttir, síðar eiginkona höfundar] hafði mig
og áður séð, er eg var í skóla [höfundur var í Hólaskóla 1744-1750], því
síra Sveinn [Jónsson, prestur á Knappsstöðum] og síra Pétur [Björnsson,
prestur á Tjörn], skólabræður mínir, sem voru um hátíðir þar á klaustr-
inu, lokkuðu mig um ein jól að koma þangað að sjá stað og fólk og slá
þar upp á langspil, er eg með list kunni, ásamt syngja með sér, hvar af
klausturhaldari hafði stóra lyst á stundum.
Þá eg í minni Setbergsferð, hvar um áður er getið, hafði næturstað á Bæ
í Borgarfirði, sá eg þar snoturt langspil, er þar hékk, og þarverandi hús-
móðir, Mad'Þuríður Ásmundsdóttir átti og brúkaði. Hún, sem gera
vildi mér alt til þénustu og afþreyingar, bauð mér það til að slá upp á
það. Og þá eg það reyndi, gat eg það ei fyrir innvortis angursemi og
hugsun til fyrri daga, hvað þá hún sá, tók hún sjálf að spila á það ein
þau listilegustu lög, hvar við eg endurlifnaði við og fékk þar af sérleg
rólegheit."
Árið 1811 kom út ferðabók eftir Sir George Steuart Mackenzie um ferðir
hans á íslandi árið áður. f þeirri ferðabók er einnig lýsing á íslenska lang-
spilinu. Mackenzie segir þannig frá heimsókn að Innra-Hólmi til Magnús-
ar Stephensens:
Við sátum undir borðum og vorum með hugann allan við að njóta góð-
gerðanna þegar ómur af tónlist barst okkur allt í einu að eyrum. Hnífar
og gafflar voru þegar í stað lagðir niður og við horfðum fagnandi hver
á annan. Þar eð við höfðum ekki heyrt neitt þess háttar áður á íslandi,
nema þegar sargað var ömurlega á fiðlu í danshúsinu í Reykjavík, var
það okkur til mjög mikillar ánægju að heyra þennan viðkunnanlega óm