Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 115
ÍSLENSKA LANGSPILIÐ
119
fjórum hljóðfærum var mjög mismunandi hvaða band markaði miðju
laglínustrengsins. Af þeim sex hljóðfærum, sem ekki höfðu tólfta bandið í
miðjunni, voru fjögur smíðuð með bogadregnum hljómkassa en tvö höfðu
beinan hljómkassa. Þau hljóðfæri sem höfðu tólfta bandið í miðjunni voru
tónsett og stillt í samræmi við svokallaða „tempraða stillingu". Hún felst í
því að hvert hálftónsbil krómatíska tónstigans er reiknað út frá lengd lag-
línustrengsins eftir tiltekinni reikningsaðferð. Eftir þeirri reikningsaðferð
virðist hafa verið farið við smíði flestra hljóðfæranna sem athuguð voru,
og hún var einnig notuð við smíði eftirlíkinga af langspilinu. Reiknings-
aðferðin er þannig:
\^/zT = 12 2 1,0594631
X cm = fjarlægð fyrsta þverbands frá enda laglínustrengsins.
1,0594631 X merkir lengd þess hluta strengsins sem hljómar þegar
hann er strokinn laus. X minnkar eftir hvern útreikning,
þannig að fjarlægð annars bands er reiknuð frá fyrsta
bandi og þannig koll af kolli.
Gæta skal þess að mæla fjarlægð bandanna ávallt frá
enda strengsins en ekki frá einu bandi til annars.
Eftirfarandi dæmi sýnir útreiknaða stöðu þverbanda á gripbretti miðað
við streng sem er 54 cm að lengd.
coocn in c\j co oo o> cn
ooocn t- lt> co o> o> co cd co OLoa>CMLnr'-.a>o>a>a>cocoLOCM
cÓLnoo ó ri u> G o> ^ có LriGcdcri-öcMcoM-LricoGooaiÖT-:
>— >— >— >- r- CM CM CMCMCMCMCOCOCOCOCOCOCOOOCOTt'M-
54 cm strengur
-------------------------------------------------------------------------►
Hér hafa allar tölur verið umreiknaðar þannig að fjarlægð hvers þver-
bands er gefin upp í sentímetrum og mæld frá þeirn enda strengsins sem
er við snigilinn á mjórri enda langspilsins. Myndin sýnir að tólfta band er
nákvæmlega við miðju strengsins.
Á flestum langspilum, sem greinarhöfundur athugaði, voru litlir hnapp-
ar eða einhvers konar fætur neðan á botnplötunni til að hæfilegt bil yrði
milli hennar og borðsins sem haft var undir hljóðfærinu meðan leikið var
á það. Þetta var gert til að bæta tónsvörun hljóðfærisins.
Við athugun á sumum hljóðfæranna og skráningu á heimildum um þau
kom ýmislegt athyglisvert í ljós, bæði varðandi sögu þeirra og smíði.