Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 133
MJALTASTÚLKAN í GÍGNUM
137
Yngra flakið
I bréfi Halldórs til þjóðminjavarðar, dags. 24. ágúst 1993 stendur um
yngra flakið, en þar vitnar hann m.a. í skjöl sem hann hefur skoðað:
Skonnortan Charlotte frá Rudkobing á Langalandi kom frá Kaupmanna-
höfn til Flateyjar og losaði þar vörur í maí 1882. Skipið var 82 tonn,
skipstjóri P. Petersen.
25. maí, þegar Charlotte var ferðbúin frá Flatey, slitnaði hún upp og rak
upp í kletta vestanvert í Hafnarey. Ahöfn virðist öll hafa bjargast.
Uppboð á skipsflakinu og því, sem bjargaðist af varningi, var haldið í
Flatey í júní 1882. Sjá skjöl sýslumanns Barðastrandarsýslu. Þar er m.a.
að finna farmskrá skipsins við brottför frá Kaupmannahöfn í apríl 1882
og farmskrá, þegar skipið var ferðbúið frá Flatey 23. maí 1882. Einnig er
þar listi yfir allt, sem bjargað var og selt á uppboðinu. (Bréf frá Halldóri
Baldurssyni).
Frá Handels- og Sofartsmuseet pá Kronborg í Helsingör hafa fengist nánari
upplýsingaf um skonnortuna Charlotte (bréf, dags. 24/8 1993 til Halldórs
Baldurssonar, dr. med.). Þar kemur m.a. fram að skipið var byggt í Hobo
árið 1857 og því breytt í Alaborg árið 1861. Eitt dekk var á því og tvö möst-
ur. Afturskipið var flatt en stefnið bogið og var skipið úr eik. Lengdin var
76,3 fet (ca. 25 m), breiddin 17,8 fet (ca. 6 m) hæðin eða dýptin 9,1 fet (ca. 3
m).
Skipstjórinn hét Peter Jensen Petersen og var hann jafnframt útgerðar-
maður til hálfs við Carl Petersen skipstjóra, og höfðu þeir keypt skipið í
apríl 1879 á 12 þúsund danskar krónur.
Skipið slitnaði upp við festar vegna þess að akkeriskeðjan brast og 5
manna áhöfn var bjargað í land. Flakið var selt á uppboði og keypti það J.
Gudmansen kaupmaður á kr. 910. Farmurinn var einnig seldur og fengust
fyrir hann um 4.800 krónur.
Höfundur þessarar greinar er í vafa um hvort yngra flakið í Höfninni sé
í rauninni Charlotte. Astæðan fyrir þessum efa er stærð flaksins, sem höf-
undur telur tæpast geta verið af áttatíu og tveggja tonna skipi sem var
tæpir 25 m að lengd ef marka má teikningu 4.
Meðal þeirra gripa sem fundust við yngra flakið má nefna mastur,
keðjuhús, brot úr byrðingnum, kassa, tunnustafi, sökkur (lóð) og rör sem
sennilega er úr dekkdælu, að því er Halldór Baldursson telur. Þetta rör
taldi höfundur í fyrstu að gæti verið fallstykki og var þess getið í fjölmiðl-
um. Þessir hlutir og ýmsir fleiri liggja umhverfis yngra flakið. Læt ég nú
útrætt um hið yngra flak.