Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 134
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Eldraflakið
Arið 1659 var hollenskt kaupfar sent til Islands með verslunarvarning.
Frá Islandi átti skipið að flytja íslenskar vörur. Skipstjóri á skipinu var
Hans nokkur Davidszoon (Thornas, M. S. 1935, Kjósarannáll og Ballarár-
annáll).
í upphafi 17. aldar var Holland í miklum uppgangi sem efnahagslegt
stórveldi og náðu áhrif þess út yfir heimsbyggðina og þ.á.m. til Islands
(Brynja B. Birgisdóttir 1993). Þó einokun væri í gildi var mikið verslað við
Hollendinga, enda töldu Islendingar að danskurinn stæði sig illa í versl-
uninni. Til að flækja aðeins málið var það nokkuð algengt á fyrri hluta ein-
okunartímans að danskir kaupmenn leigðu hollensk skip til Islandsferða
og kann það að hafa vakið áhuga Hollendinga enn frekar á verslun við
landann (Gísli Gunnarsson, 1987:91-92). Einn slíkur danskur maður, Jonas
Trellund að nafni, tók 6-7 slík skip á leigu og fór víða (Annálar 1400-1800.
111:86. Vatnsfjarðarannáll). Vegna styrjaldar á milli Svía og Dana gengu
ekki dönsk skip til Islands þetta ár, 1659, og kemur það fram í annálum
(Annálar 1400-1800. III. Ballarárannáll, Vatnsfjarðarannáll og Vatnsfjarðar-
annáll yngri). Eitt af leiguskipum Trellunds var kaupfarið Melckmeyt
(.Mjaltastúdka) og það var einmitt skipið sem getið var hér að framan og
hélt til Islands árið 1659 með glaðning til handa Islendingum (Thomas, M.
S., 1935:95).
Þegar önnur skip Trellunds höfðu tekið sinn farm og siglt lá Melckmeyt
eftir og var hlaðið m.a. með blautum fisk.
I september lá skipið fullfermt og ferðbúið í Höfninni í Flatey þegar
óveður skall á og hrakti skipið í klettana á vestanverðri Hafnareynni, þar
sem flakið liggur nú. Þar brotnaði skipið og sökk og fórst með því einn
maður. Aðrir skipverjar höfðu vetursetu í Flatey en héldu utan til Hol-
lands árið 1660 á duggu sem smíðuð var úr braki Melckmeyt, og gáfu þar
ytra skýrslu um atburðinn. Herma munnmæli, sem höfundur heyrði á
meðan á dvölinni í Flatey stóð, að Hollendingar hafi sent skip til íslands
sumarið 1660 til að bjarga áhöfninni og ekki síst fallbyssum, 14 að tölu,
sem áttu að hafa verið í skipinu. Enda voru fallbyssurnar einar oft dýrari
en skipin sem báru þær. Þessi munnmæli um komu Hollendinga árið eftir,
hef ég ekki fengið staðfest í annálum, enda stangast þau lítillega á við
eftirfarandi klausur úr annálum þar sem sagt er aðeins öðru vísi frá.
I Kjósarannál er sagt frá skipsskaðanum á eftirfarandi hátt:
í Septembri brotnaði skip hollenzkt við Flatey á Breiðafirði, tapaðist
góss og einn maður. Smíðuð dugga úr því skipi um veturinn. (Annálar
1400-1800.11:438).