Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 134

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 134
138 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Eldraflakið Arið 1659 var hollenskt kaupfar sent til Islands með verslunarvarning. Frá Islandi átti skipið að flytja íslenskar vörur. Skipstjóri á skipinu var Hans nokkur Davidszoon (Thornas, M. S. 1935, Kjósarannáll og Ballarár- annáll). í upphafi 17. aldar var Holland í miklum uppgangi sem efnahagslegt stórveldi og náðu áhrif þess út yfir heimsbyggðina og þ.á.m. til Islands (Brynja B. Birgisdóttir 1993). Þó einokun væri í gildi var mikið verslað við Hollendinga, enda töldu Islendingar að danskurinn stæði sig illa í versl- uninni. Til að flækja aðeins málið var það nokkuð algengt á fyrri hluta ein- okunartímans að danskir kaupmenn leigðu hollensk skip til Islandsferða og kann það að hafa vakið áhuga Hollendinga enn frekar á verslun við landann (Gísli Gunnarsson, 1987:91-92). Einn slíkur danskur maður, Jonas Trellund að nafni, tók 6-7 slík skip á leigu og fór víða (Annálar 1400-1800. 111:86. Vatnsfjarðarannáll). Vegna styrjaldar á milli Svía og Dana gengu ekki dönsk skip til Islands þetta ár, 1659, og kemur það fram í annálum (Annálar 1400-1800. III. Ballarárannáll, Vatnsfjarðarannáll og Vatnsfjarðar- annáll yngri). Eitt af leiguskipum Trellunds var kaupfarið Melckmeyt (.Mjaltastúdka) og það var einmitt skipið sem getið var hér að framan og hélt til Islands árið 1659 með glaðning til handa Islendingum (Thomas, M. S., 1935:95). Þegar önnur skip Trellunds höfðu tekið sinn farm og siglt lá Melckmeyt eftir og var hlaðið m.a. með blautum fisk. I september lá skipið fullfermt og ferðbúið í Höfninni í Flatey þegar óveður skall á og hrakti skipið í klettana á vestanverðri Hafnareynni, þar sem flakið liggur nú. Þar brotnaði skipið og sökk og fórst með því einn maður. Aðrir skipverjar höfðu vetursetu í Flatey en héldu utan til Hol- lands árið 1660 á duggu sem smíðuð var úr braki Melckmeyt, og gáfu þar ytra skýrslu um atburðinn. Herma munnmæli, sem höfundur heyrði á meðan á dvölinni í Flatey stóð, að Hollendingar hafi sent skip til íslands sumarið 1660 til að bjarga áhöfninni og ekki síst fallbyssum, 14 að tölu, sem áttu að hafa verið í skipinu. Enda voru fallbyssurnar einar oft dýrari en skipin sem báru þær. Þessi munnmæli um komu Hollendinga árið eftir, hef ég ekki fengið staðfest í annálum, enda stangast þau lítillega á við eftirfarandi klausur úr annálum þar sem sagt er aðeins öðru vísi frá. I Kjósarannál er sagt frá skipsskaðanum á eftirfarandi hátt: í Septembri brotnaði skip hollenzkt við Flatey á Breiðafirði, tapaðist góss og einn maður. Smíðuð dugga úr því skipi um veturinn. (Annálar 1400-1800.11:438).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.