Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 138
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Lögð var út lína samsíða flakinu til að mæla út frá og svæðinu skipt í
reiti sem fengu nafn bæði samkvæmt hnitakerfi og stafrófsröð. Var upp-
hafspunktur línunnar settur niður þar sem við ætluðum að væri vel fyrir
utan endimörk skipsins í suður. Sá punktur fékk nafnið X50, Y50 eða A1.
Öllum gripum var safnað saman úr einum fermetra (reit) og þeim gefið
eitt númer fyrir hvern fermetra. Þeir voru ekki hæðarmældir.
Þegar allir reitirnir höfðu verið hreinsaðir af þara, steinum, sandi og
eðju með eða án ryksugu, voru þeir ljósmyndaðir með neðansjávarmynda-
vél á sérhannaðri ljósmyndagrind sem náði yfir rétt rúman 1 fermetra.
Vegna brenglunar ljóssins neðansjávar verða linsur í myndavélum að vera
gleiðlinsur og var okkar vél með 20 mm linsu.
Til að geta athafnað sig yfir flökunum varð að leigja pramma sem not-
aður var sem einskonar bækistöð við köfunina. Þá þurfti bát m.a. til að flytja
menn út í prammann og til annarra snúninga. Var til þess leigður Zodiak
gúmbátur með utanborðsvél.
Dæla var um borð í prammanum til að fylla á súrefniskúta kafaranna
jafnóðum og þeir tæmdust. En slíkt er nauðsynlegt ef köfun á að ganga
hratt og vel.
Öllum öryggiskröfum við köfunina var fylgt eins nákvæmlega og unnt
var.
Sandur og annað fínna efni var ryksugað með sérsmíðuðu ryksugu-
munnstykki. Frá munnstykkinu var ryksugubarkinn leiddur upp á pramm-
ann, þar sem hann skilaði af sér efninu í sigti, sem lá ofan á fiskikeri. Því
var allt efni sigtað og skoðað gaumgæfilega. Þegar fiskikerið var orðið
fullt af sandi og eðju var mokað úr því í kassa og því kastað í strauminn.
Loftpressa um borð í prammanum knúði ryksuguna.
Samanlagður köfunartími við rannsóknina var 116 klukkustundir og 18
mínútur sem gerir 7 klst. og 45 mín. að meðaltali hvern köfunardag.
Niðurstöður
Meginniðurstaðan af rannsókninni er að staðfest hefur verið að skips-
flak frá 17. öld liggur í Höfninni í Hafnarey við Flatey á Breiðafirði og
virðist töluvert vera eftir af flakinu. Ekki tókst að komast fyrir lengd flaks-
ins, en miðað við útlínur þess (sjá teikn. 5) er það vart styttra en 25 m.
Yngra flak liggur þvert ofan á því eldra og bendir allt til þess að eldra flak-
ið nái út fyrir það báðum megin (sjá t.d. teikn. 4).
Samkvæmt annálum, voru 60.000 blautir fiskar um borð í skipinu og eitt-
hvað af kjöti þegar það sökk. Ef reynt er að áætla burðargetu skipsins og
reiknað með að fiskurinn hafi verið þorskur gæti dæmið litið þannig út: