Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 141
MJALTASTÚLKAN í GÍGNUM
145
kviknað eldur ofarlega í því og læst sig niður eftir því, en slokknað tiltölu-
lega fljótt þegar sjór flæddi inn í skipið. Yfir byrðingnum liggja ljós borð
ósviðin, sem ég trúi að hafi verið dekkþiljur, sem síðar hafa lagst ofan á
innri byrðing þegar skipið féll endanlega saman. Ekki virðist eldurinn
hafa náð að bíta sig í ytri byrðinginn.
Nær engin merki um bruna sáust á keramíkinu en hinsvegar voru nán-
ast Öll brot úr tini brennd. Voru brot þessi úr diskum áhafnarinnar og hafa
trúlega verið geymd í eldhúsi. Gæti eldurinn því hafa komið upp þar.
Aðrir gripir en keramík sem fundust við eldra flakið voru skósóli, flöskur,
blýstykki og naglar.
Tæplega 300 keramíkbrot fundust við rannsóknina og yfirgnæfandi
meirihluti af Delftware-týpu, eða hvítglerjaður hvítur jarðleir með bláu
skrauti. Var blómaskraut, landslag, dýr og hjálmur goðsagnapersónu á
meðal skrautsins. Keramík þetta er einkennandi fyrir 17. öldina enda má
segja að sú öld einkennist af góssi úr hvítum jarðleir (Eriksson 1975:113).
Allt keramík og aðrir gripir eru enn í forvörslu. Eg giska á að samtals sé
magnið u.þ.b. 30 kg og er þetta sennilega stærsta safn 17. aldar keramíks,
sem fundist hefur á einum stað á Islandi. Er því safnið mjög þýðingarmik-
ið fyrir seinni tíma rannsóknir á Islandi og þó víðar væri leitað.
Þar sem þykkt borða í ytri byrðingi voru mæld, voru þau allt að 7 sm á
þykkt. Neðarlega lágu borðin á víxl, þannig en þegar ofar kom, lágu
hinsvegar borðin kant í kant eða rönd í rönd. Innri byrðingurinn virðist
aftur á móti alltaf vera kant í kant.
Telur greinarhöfundur að byrðingur og bönd séu úr eik eins og skip af
þessu tagi, sem sigldu um Norður Atlantshafið, voru yfirleitt byggð úr. ís-
lensk skip eða bátar voru hinsvegar yfirleitt úr furu vegna þess hve eikin
var dýr. Þó var reynt að hafa kjöl og aðra hluta sem álag var á úr eik. Var
eikin aðallega flutt inn frá Hollandi og Þýskalandi (Lúðvík Kristjánsson
1982:117f). Er það þó á skjön við upplýsingarnar í Ballarárannál um að
borðin og jafnvel möstrin hafi verið úr grenivið. Reyndar má telja frásögn-
ina í Ballarárannál um srníði haffærs skips í Flatey og brottför skipbrots-
mannanna þaðan fremur ótrúlega. Vafamál er að aðstaða hafi verið í Flat-
ey til smíða af þessu tagi (verkfæri, kunnátta áhafnar eða heimamanna, o.
s. frv.). Skip þetta hefur verið rétt tæpir 15 m, ef fylgt er upplýsingum
Magnúsar Más Lárussonar (1958:242). Hefur það þá verið stærra en flest
íslensk skip á þessum tíma. Vegna þess að sjálfur kjölurinn er enn á botni
1 Tel ég þetta hljóti að vera tæknileg ráðstöfun af einhverju tagi (styrkur, sveigjanleiki,
þétting o. s. frv.).