Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 149
FRÁ HINU ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGI
AÐALFUNDUR 1993
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn miðvikudaginn 24. nóvember 1993 í
fornaldarsal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 20.35. Fundinn sóttu um 35 manns.
Varaformaður félagsins, Þór Magnússon, setti fundinn í forföllum formanns, Harðar
Agústssonar, og minntist eins félaga, sem látizt hafði síðan aðalfundur var síðast haldinn,
Björns Steffensens endurskoðanda. Fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hinn
látna félaga.
Síðan flutti varaformaður skýrslu um starfsemi félagsins og fjallaði m.a. um Árbók félags-
ins og aðra útgáfustarfsemi þess.
Þá tók Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður til máls og gerði að umræðuefni breytt-
ar aðstæður í félagsmálum á sviði þjóðminja og fornleifafræði. Þrjú ný félög hefðu verið
stofnuð og vekti það spurningar um framtíð fornleifafélagsins. Þá hefði þjóðminjaráð ákveð-
ið að birta ársskýrslu Þjóðminjasafnsins sem sjálfstætt rit og hefja útgáfu rannsóknarrita
Þjóðminjasafnsins. Hann taldi nauðsynlegt, að Árbók fornleifafélags héldi áfram að koma út,
en spurning væri, með hvaða sniði hún ætti að vera. Þá reifaði hann hugmyndir um framtíð-
arverkefni félagsins, svo sem minjavörzlu, merkingu fornminja, ráðstefnur og fundi og þátt-
töku í alþjóðasamstarfi um minjavörzlu.
Allmiklar umræður urðu um erindi þjóðminjavarðar.
Þá las féhirðir félagsins, Mjöll Snæsdóttir, reikninga félagsins 1992.
Síðan fór fram stjórnarkjör. Hörður Ágústsson, formaður félagsins, baðst undan endur-
kosningu. Til stjórnarsetu gáfu kost á sér: Þór Magnússon sem formaður, Elsa E. Guðjónsson
varaformaður, Mjöll Snæsdóttir féhirðir, Kristinn Magnússon varaféhirðir, Þórhallur Vil-
mundarson skrifari, Guðmundur Ólafsson varaskrifari, enn fremur Björn Líndal og Hösk-
uldur Jónsson sem endurskoðendur. Varaformaður lýsti eftir fleiri uppástungum. Þær komu
ekki fram og voru áðurgreindir félagar samþykktir sem stjórnarmenn og endurskoðendur
með lófataki.
Að lokum flutti Guðmundur Ólafsson erindi um fornleifarannsóknir í Lýsufirði í Vestri-
byggð og sýndi margar litskyggnur til skýringar. Fundarmenn þökkuðu fróðlegt erindi með
lófataki.
Að erindi loknu báru fundarmenn fram margar fyrirspumir, sem fyrirlesari svaraði.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 11.23.