Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 2

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 2
50 Fariseanna, ogerþvf sjálfur Farisei að lifnaði, enRabbi þar að auki að vfgslu. jpetta er enn merkilegra dæmi um hinn frjálsa anda þessa háskóla, er þess er gætt, að í stjórn hans sitja prestvfgðir menn að meginhluta. Kennarinn, Dr. Schiller-Szinessy, er Ungverji að þjóð- erni, og Magyar að þjóðrjetti; kom til Englands land- flótta eptir uppreistina 1848, með átta sár á sjer; hafði barizt af mikilli hreysti í uppreistarliði, varð óvfgur við Segedin og tekinn. Síðar fjekk launfjelag Frí- múrara borgið honum, og skotið til Englands undan hegningardómi Metternichs. fessi maður hefir nú kennt hjer fræði feðra sinna í 16 ár; en lærisveinar hans birta, hver eptir annan, eitt ritið öðru lærðara í þeim. Einn hinna yngri þeirra, prestur hjer, er W. H. Lowe heitir, og setið hefir að fótum þessa Gamaliels í mörg ár, hefir nýlega gefið út 'brot af Babyloniu Talmud, sem er leifar af hinu elzta handriti Bab. Talm., sem nú er kunnugt að til sje, eða hafi verið. þessu handritsbroti fylgja margar og lærðar athugasemdir, er einkum vekja athygli að þvf, hvílíku ljósi bregði á skýringu nýja testamentisins, ef vandlega sje eptir gengið sambandi þess við Talmud-ritgjörðir Gyðinga. Höfundarnir hafi, eins og alkunnugt sje, verið Gyðing- ar, hugsunarhátturinn hafi verið Gyðinglegur, því að lærdómur þeirra hafi verið fólginn í þvíað kunna lög- málið, og að þekkja hina rabbínsku slcýringu þess. Kristur hafi auðsjáanlega verið farisei1 aff lœrdómi, en !) Enginn láti sjer verða bylt við þessi orð. Farisei þýðir eiginlega bindindismaður, sá sem afneitar því, er lögmálið fyrirbýður, og eink- urn sá, er hvorki snertir neitt, er lögmálið sagði að væri óhreint, nje neytir neins slíks (löghaldsmaður). Fariseinn varð að vera vel lærður á lög og setningar feðranna, til þess að geta vitað, hvað gjört og ó- gjört skyldi vera, svo að lögbroti næmi hvorugu megin, í hverju ein- stöku atviki í lííinu. En hann varð að vera maður með miklu sið- ferðislegu tápi og djúpri Jehóva-lotningu og Jehóva-elslcu, til þess að

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.