Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 5

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 5
53 eins og stendur í handritinu í Miinchen, episkopos, þ. e. byskup, sem eg sjálfur efast alls eigi um að sje upp- runalegi leshátturinn. þ>að er víst, að maðurinn hefir hlotið að vera G-yðing-kristinn; og með því að hann vitnar ekki í lög Rómveija, heldur í Guðspjall, þá er auðsjeð, að hann hefir verið kristinn, en ekki borgara- legur ríkisdómari. Episkopos (= presbyteros) hafði um þessar mundir dómsvald, ekki einungis í trúarefnum, heldur og í borgaralegum málum, svo að ekkert var undarlegt í því, að Imma Shalom skyldi gerasjerupp málssókn við bróður sinn Rabban Gamaliel fyrir bisk- upsdómi, ef þau systkini hefðu verið kristin, en reynd- ar er svo að sjá, að þau hafi þóttst sjálf vera Gyðing- ar. En það kemur í líkan stað niður. J>að var aust- ræn skoðun, að það væri að sýna annarlegum Guði meiri lotningu en sínum eigin, ef menn skutu máli til dómara, er hafði aðra trú en þeir sjálfir. Nú er auð- sjeð, að þau systkini Ijetust veita Guði kristinna manna meiri lotningu en Jehóva Gyðinga, með því að skjóta máli sínu til kristins dómara; en tilgangurinn var eig- inlega að vanheiðra Guð kristinna, með því að láta dóm- ara hans taka mútu, og var allt gjört til þess, að fá Rabbi Eliezer til að hyggja afþví að láta skírast undir kristni, er menn vissu, að honum hálfgjört ljek hugur á; (sjá hjer á eptir). Hvergi stendur sú regla í lögmálinu orði til orðs: „ J>ar sem sonur er, erfir eigi dóttir“. En hún er leidd út úr ákvörðun 4. Mós.b., 27, 8: „f>egar maður deyr, og á ekki son, þá skuluð þjer láta eign hans ganga til dóttur hans“ ; og leiðir af þessum orðum það, að ef sonur er, erfir eigi dóttir. Grundvallarregla lögmálsins var sú, að láta karla erfa hvervetna, til þess að fasteign hverrar kynkvíslar um sig skyldi haldast óskerð innan hennar; sjá 4. Mós.b. 26, sbr. 27, 1 —11, — Orðin: „frá þeim degi er yður var rýmt út úr landi yðru“, o,

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.