Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 13

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 13
6i ,stafr‘, fyrir tíundarsvik eða tíundartráss, þó menn nú ímyndi sjer, að þeir hefðu viljað. En eigi neitum vjer því, að vjer eigum bágt með að trúa því, að nokkur- um biskupi skyldi nokkurn tíma hafa getað dottið í hug, að fá jafn skynlaust ranglæti gjört að lögum. því að svo gat farið, að sektin næmi stundum litlu sem engu, en yrði stundum marg-hundraðföld við það, sem hún skyldi vera að tiltölu rjettri. þess finnast reyndar dæmi, að voldugir biskupar hafi svelgt undir kirkjuna aleigu auðugra fjandmanna; en slík dæmi liggja utan allra laga og innan sviðs lagalauss ofbeldis og yfir- gangs. Koma þau því ekki hjer til greina, því hjer ræðir um lagaákvörðun setta á þingi, eða á bænda- stefnu, eptir samkomulagi, og auðsjáanlega samþykkta af bændum, eins og alvenja var á Norðurlöndum að fornu um öll lög, kirkjuleg og borgaraleg. En ekkert bændaþing hefði getað verið svo heimskulega andvara- laust, að selja kirkjunni í hönd með lögum óskoraðan eignarrjett yfir aleigu þeirra, er svo og svo opt yrðu sekir um tíundarbrögð. Oss þykir því vafalaust, að hver svo sem hinn rjetti lestur kann að vera á orðinu ,uarR‘, geti varla falizt í því önnur hicgsan en þessi: að kirkjan eigi aðgang að eigum tíundarþrjóts við fjórða brot; að aleiga hans sje þá veð fyrir sektarupphæð, sje þá ,til vara', til taks fyrir kirkjuna að ganga að og hafa það af, er lög og dómari tilskildu, eða málsaðilum semdi um. Enginn vafi virðist geta verið á því, að rjett sje lesið úr rúnunum uarR, eins og þær eru dregn- ar hjá Bugge. Prófessor Bugge færir orðtækið ,alt eigu í uarR' í samband við ,verða síns f‘, sem er nor- rænt lagamál, og þýðir líkt og algenga orðtækið ,að missa í við‘, eins og áður er á vikið. En ef ,uarR‘ er í nokkru formlegu sambandi við verða, þá skortir þó málsgreinina það á jöfnuð við ,að verða síns í‘, að ekk- ert er í henni sem svarar til eigandans ,síns‘. Eðlileg-

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.