Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 16

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 16
64 lagi; uxa tvá ok aura fjóra at öðru lagi; enn at þriðja lagi uxa fjóra ok aura átta stafa (þeir) ok alt eigu í vara ef enn afskakki ( = ef menn enn gangi á) rjett (þrátt) fyrir sváð ( = það er) lærðir eigu at lýðrétti. Svá vas int fur ok helgat. En þeir gerðu sik (sig?) þetta Aunundr á Társtöðum ok Ufeigr á Hjörtstöðum, en Vébjörn fáði. Orðið ,liuþritr‘ = lýðijettur er sama orð og , lýritr ‘ í íslenzku lagamáli, er svo margt hefir verið um ritað; lýðrjettur er hið sama sem al- gengur landsrjettur, sá rjettur, er öllum kemur sam- an að gangi yfir land og lýð, og um leið sú vörn og vernd rjettinda, er slíkur rjettur heimilar. þannig er það, að hafa eignar-lýrit fyrir landi, hið sama sem að hafa fulla eignarheimild fyrir landi, og þar með þann frástíunarrjett, er lögeignin heimilar. Svo virðist sem lýritur, þar sem það kemur fyrir í íslenzkum fornritum, tákni þann rjett, sem lifir í meðvitund allra manna, hinn almenna rjett, lex communis, í hverju máli sem er, til aðgreiningar frá skrifuðu lögmáli, statutum, dómum og sjerstaklegum lagaákvörðunum um einstök mál eða tilfelli. þó er hvergi nærri alstaðar þessi greinarmun- ur glöggur. Enda er orðið lýritur svo fornt í málinu, að það virðist vafasamt, hvort menn hafi sjálfir haft glöggva hugmynd um orðsins fulla gildi, jafnvel á dög- um Njáls. |>að er, eins og Bugge kemst að orði um það, ,steingjörfingr í málinu' frá eldgamalli tíð. Fyrir mynd orðsins, lýritur úr ljúðritur eða lýð- ritur, færir Bugge fram skýringar, sem sanna að mynd- in er rjett ættfærð; þannig er Hrærekur komið af Hræðríkur, þjórekur af þjóðrekur, hvárir af hvaðrir, og náskyld þessari hljóðbreytingu er Hrólfur af Hróðúlf- ur, jarki af jaðarki eða jafnvel jaðrki (frumorð jaðarr). Af uppruna orðsins leiðir það, að hvorugkyns mynd þess, sem er hin algenga í Njálu, og einnig kemur

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.