Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 17
fyrir í Grágás, er afmyndan ein, sem komið hefir upp,
þegar frumþýðing orðsins var gleymd.
þ>að má ráða það af þessu merka orði, að enn er
ekki sjeð fyrir endann á því, hvert gagn norrænni mál-
fræði megi verða að vísindalegri rannsókn á rúnarist-
um Norðurlanda. í þeirri grein norrænnar málfræði
hafa þeir Bugge, Wimmer og Konráð Gíslason þegar
unnið næsta þarft verk, og með ritum þeirra hefir haf-
izt nýtt tímabil í rúnfræðinni. En hversu mikið ríði á
þvi að lesa rúnir rjett, má sjá á lestri Buggeá þessum
Forsa-hrings rúnum, því hingað til hafa menn ætlað
að þær væru frá heiðni; en nú er sýnt, að ristan er
frá kristinni tíð, og rúnirnar því einum 200 árum yngri
að minnsta kosti, en menn áður hafa ætlað. — Enn get-
ur það þó verið vafasamt, hvort lijer sje um tíundar-
sektir að ræða, eða um sektir fyrir einhver önnurbrot
gegn rjetti lærðra manna. En enginn vafi getur verið
á því, að skrá þessi sje kirkjulagaákvörðun.
Eirlkur Magnússon.
Karkjutíðindi fyrir ísland. II.
5