Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 18

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 18
VIII. UM ÁSTAND HINNA HOLPNU SALNA FRA DAUÐANUM TIL UPPRISUNNAR. (Framhald frá bls. 40). Sálin hefir af frjálsri hvöt fullkomleg'a gefið sig drottni sínum á vald. Hún heyrir eigi lengur neina af þessa heims röddum, ókyrrist eigi framar af hinum ótölulegu hugsunum, sem samgrónar eru jarðlífinu, en trufla og sljófga hjer andans líf. Sálin er eklci lengur tvískipt á milli vonar og ótta; ástand hennar er eigi breytilegt, svo sem skýjanna i loptinu, er ýmist þyrl- ast saman í þungum stormbólstrum, eða greiðast sund- ur og verða að engu. í þessari friðsælu hvíld safnast hið sundurdreifða, hreinsast hið flekkaða, grær hið brotna saman, og allur óhultleiki hverfur. Eilífðar- hugsanirnar, þær hugsanir, sem sálunni voru eiginleg- astar í þessu lífi, gagntaka hana nú gjörsamlega í þess- ari ,,sabbatshvíld“ (Hebr. 4, 9), án þess nokkrar aðrar hugsanir komist að, og hún „þjónar guði dag og nótt“ (Jóh. opinb. 7, 17). Sálin nýtur sín eigi til fulls í fullkomnu frelsi, fyrri en hún skilur við líkamann. Hin nýja „eðlisfram- för til ókrenkjanlegleika“ (Irenæus), sem náðin veldur, stefnir inn á viff í djúp sálarinnar, þar sem kjarni lífs- ins varðveitist í endurminningunni, en ekki út á við í stríð og strit, eins og opt verður hjer í lífi. Sá sem hefir orðið var við áhrif guðs anda í sínum innra manni, á þeim stundum, er hann helgaði andlegum hugleið- ingum, mun renna grun í, hvernig þessu er varið. þ>að sem þegar í þessum heimi gjörir sálina að sál, hina ólíkamlegu veru að sannri persónuveru, er minn-

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.