Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Qupperneq 30
7«
er um að ræða. Raddir hinna guðhræddu heyrast
jafnvel yfir hið óttalega djúp; þannig hugsuðu menn
í fornkirkjunni, og munum vjer mega hafa hina
sömu skoðun. Clemens frá Alexandríu getur þess,
að sú trú haíi drottnað hjá mörgum, að hinir
guðhræddu prjedikuðu fyrir öndunum í varðhaldi, eins
og Kristur forðum gjörði. þetta, að andar, sem „hvíl-
ast“, þó prjediki, er aptur einn af leyndardómum
trúarinnnr.
þ>egar rætt er um prjedikun fyrir hinum dánu,
þá vaknar næsta merkileg spurning: Mun í ríki hinna
önduðu vera til sjerstalcur staður fyrir þær sálir,
sem í lifanda lífi eigi komust til trúarinnar? Getur
apturhvarf átt sjer stað eptir dauð'ann? Engu manns-
hjarta getur slíkt mál verið óviðkomandi. Daglega
deyja menn á jörðunni tugum þúsunda saman, án þess
að hafa heyrt, eða án þess að hafa meðtekið Krists
fagnaðarerindi: heiðingjar, ungbörn og vantrúaðir og
óráðnir menn og konur með kristnu nafni. Og á með-
al þessara kunna að vera margir vandaðir menn, marg-
ir, sem oss voru vandabundnir, og sem vjer höfum beð-
ið fyrir með heitum hjörtum. — Við þessum alvarlegu
spurningum get eg að eins hreift. Fyrri spurningunni
svarar ritningin alls engu, og eg dirfist ekki að setja
fram neina úrlausn á því, hvar slíkum sálum, sem hvorki
hafa snúizt að Kristi eða gegn honum, sje markaður
staður. þ>að eitt verðum vjer að telja víst, að kjör
þeirra og ástand standi í samsvarandi hlutfalli við and-
legt lífþeirra, og sje því mjög mismunandi sín á milli.
— Hvað hina spurninguna snertir: hvort apturhvarf
geti átt sjer stað eptir dauðann, þá er oss gefin mik-
ilsverð upplýsing í trúarjátningunni: „Hann stje niður í
dauðra-ríki“, í orðum postulans um prjedikun Krists
fyrir „öndunum í varðhaldi“ (i. Pjet. 3, 19—20, 4, 6;
sbr. Efes. 4, 8—9. Filipp. 2, 10), og í því hugboði forn-