Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Síða 34
82
heima á einu stigi, fjelagslífið og starfsemin á öðru,
og að sínu leyti eins lofsöngurinn á einu stigi, en
andvörpin á öðru. Hví skyldum vjer þá spyrja, og
halda því áfram, þótt vjer getum ekkert andsvar fengið?.
Vörumst að „gefa ossiþað, sem vjer aldrei höfum sjeð“
(Kol. 2, 18); ætlum oss eigi, aðfáhið ósegjanlega með
orðum skýrt, eða vísa leið í Paradís! Ef vjer á síðan
fáum að koma þangað fyrir Guðs náð, þá mun þó
allt reynast á annan hátt í þessu friðarheimkynni, held-
ur en vjer höfðum hugsað oss það. pað á heima um
hvern spádóm sem er, að þá fyrst skilst hann til fulls,
þegar hann rætist.
Eins og stjörnur blika á næturhimninum og benda
huga mannsins i hæðirnar, þannig draga einnig þess-
ar vitranir andans sálina upp á við, benda henni í sömu
áttina; þær eru eigi draummyndir, heldur tállaus sann-
indi, pantur frá Guði upp á það, sem hjarta mannsins
vonar eptir og þráir. Hvernig gætum vjer án þeirra
verið vissir um, að sálin falli ekki í dvala eptir við-
skilnaðinn, heldur lifi með fullri meðvitund og sje heima
hjá drottni? Að vita þetta í trúnni, er oss nytsam-
legt, en meira þurfum vjer ekki heldur. Sálin tekur
guðlegum þroska og „fullkomnast til óforgengilegleik-
ans“ í hvíldinni og fögnuðinum annars heims, þegar
hún lifir þar í endurminningunni og rannsakar sitt eigið
djúp, í samfjelagi allra útvaldra. Hið andlegapersónu-
líf eflist þannig, og fullkomnast í þekkingu sinnar
eigin veru. þetta er inntakið í sögu sálarinnar til
dómsdags; það er „Guðs góða verk í henni“; þetta
er það stig í framförinni, sem tekur við að liðnu elli-
skeiði hins jarðneska lifs, og er undirbúningur til full-
komnunarinnar. „Bíð þú enn um stundarkorn“ —
þannig hljómaði röddin, og á þessu stundarkorni ligg-
ur leiðin til hins fullkomna frelsis, þegar holdið rís upp.