Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 39
»7
sameinist. pá er fyrst frelsislífið fullkomnað, þá er
persónuveran orðin „andi, sála og líkami“ (i. Tess. 5,
23). — „Elskanlegir, nú þegar erum vjer Guðs börn,
en það er enn þá ekki opinbert, hvað vjer munum
verða; en það vitum vjer, að þ egar það birtist, þá mun-
um vjer verða honum líkir, því að vjer munum sjá hann
eins og hann er“ (1. Jóh. 3, 2).
Andans kraptur er það, — og því er upprisan í
hinni 3. grein trúarjátningarinnar —, andans kraptur og
kraptur líkama og blóðs Jesú (Jóh. 6, 54) er það, sem
hefir gjört holdlegan líkama vorn andlegan, svo að lík-
ami lægingar vorrar „skin eins og sólin“ (Matt. 13,42),
verður „líkur Krists dýrðarlikama“ (Filipp. 3, 21). Mys-
tikin á miðöldunum dvelur mjög opt við þessa hugsun.
„I.íkamir hinna upprisnu — segir þar meðal annars —
munu verða miklu skírari skuggsjá sálarinnar, heldur
en nokkurn tíma á þessari jörðu augað, sem þó nefn-
ist ljós líkamans (Lúk. 11, 34); þeir blika og ilma, svo
sem blóm á engi, og hinn sæta ilm leggur af Guðs
orði, sem sálin elskar; hið illa mun eigi framar snerta
þá. Mun nokkur geta sniðið sólgeislann sundur með
járni?“
Satan er bundinn, vald syndarinnar brotið á bak
aptur. Mannlífið á jörðunni í sigurríkinu (þúsund ára
ríkinu) stjórnast af hinum æðstu hugsjónum; náðin ríkir
þar, og í náðarinnar valdi eru hinir upprisnu rjettlátu
„prestar og konungar fyrir Guði“ hluttakandi með Syn-
inum. Nú eru þeir kallaðir til framkvæmda og himn-
eskrar starfsemi, og allir kraptar, sem áður lágu huldir
í sálunni, koma nú fram sem verkandi öfl. Persónu-
veran er fullmynduð, en þó eigi enn fullþroskuð, sjer
í lagi hvað ummyndun likamans til vegsemdar snertir,
því hún fer sífellt vaxandi, eins og ummyndun líkama
Krists á hinum 40 dögurn eptir upprisuna. Irenæus
segir: „Enn þroskast þeir til óforg-engilegleika, og