Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 40

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 40
88 iðka sig í samfjelagi við drottin í því að skilja dýrð Guðs föður; enn sjá þeir ekki Guð“. En í dýrðarríki Sonarins nálgast saga mannkynsins takmark sitt: op- inberun allra Guðs barna í frelsi eptir Guðs mynd, þannig, að frelsi og kærleikur renni saman í eitt. Sabbatshelgin líður að kveldi, og síðasta stig full- komnunarinnar kemur. Djöfullinn verður aptur leystur, hin síðasta aðal-barátta verður háð við veldi myrkr- anna, og drottinn vinnur sigur. Himinn og jörð farast í eldinum, allir dauðir rísa upp; þá er dómsdagur, og aðskilnaður verður að eilífu gjörður á meðal góðra og illra. Sumir hugsa sjer, að hinir illu sjeu án meðvit- undar, og því einnig án tilfinningar; aðrir, að hegn- ingin, sem þeir þola, smámsaman eyði tilveru þeirra, svo þeir verði að engu. Sje svo •— hafa menn sagt—, að meðvitundarlíf vort sje runnið af meðvitundarleysi, þá hlýtur það einnig að geta horfið aptur í þetta fyrra ástand sitt; og enginn mun dirfast að neita því, að Guð geti tekið aptur það, sem hann hefir gefið; en eptir órannsakanlegri speki sinni hefir hann ekki vilj- aðgjöraþað. Eins glögg og ákveðin og kenning ritn- ingarinnar er um eilíft líf, eins glögg og ákveðin er hún einnig um eilífan dauða, um „hin yztu myrkur, og um orminn, sem ekki deyr“. Á dómsdegi endar öll saga, og tíminn er horfinn i eilifðina. þ>á er komið „ríki föðursins, þar sem Jesús drekkur nýtt vín með sínum“ (Matt. 26, 29. Lúk. 22, 18), og opinberun allra Guðs barna í frelsi dýrðarinnar og kærleikans. þá eru hinir útvöldu stig fyrir stig fullþroskaðir orðnir til að sjd Guð, „og verða við þá sjón óforgengilegir“ (Irenæus og Justinus Martyr); þetta er kenning þeirra, sem sjálfir höfðu verið lærisveinar postulanna. Og í „endursköpuninni“ (Matt. 19. 28) eru allir hlutir orffnir nýir: nýr himinn og ný jörff. „Kærleik-

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.