Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 43
91
honum hugsvölun með sínu milda skini. f>ví næst beinir
fuglinn flug sitt aptur þangað, sem hann áður var,
til hinnar björtu hallar konungs konunganna; þar er
hlýtt og kyrrt, og þar mun hann kvaka að eilífu.
þ>annig er líf mannsins!
„Jeg trúi á samfjelag heilagra, fyrirgefning synd-
anna, upprisu holdsins og eilíft lif“.
SKÝRINGAR
við nokkur nöfn i þessari ritgjörð.
Ambrosiua (bls. 71 og 86) biskup í Milano i Ítalíu á 4. öld ; ágæt-
ur maður, rithöfundur og sálmaslcáld -J- 387.
Anselm af Canterbury (Kantaraborg á Englandi), bls. 74, fræg-
ur guðfræðingur og lærður „skólaspekingur“ á Il.öld; erkibiskup -J- 1109.
Augustinus (bls. 27), bislcup í Afríku, frægastur af öllum kirkju-
feðrum, lærður og djúpsær, f. 354 -j- 430.
Balle (bls. 67), hinn alkunni Sjálandsbiskup frá 1783 til 1808 ; höf-
undur lærdómsbókarinnar; ágætur maður -j- 1816.
Carus (bis. 69), merknr læknir og eðlisfræðingur, háskóiakennari i
Dresden á jþýzkaiandi, f. 1789.
Clemens (bls. 78) og Origenes (bls. 74), tveir hinir merkustu af
kennifeðrunum í Alexandríu á Egiptalandi (bls. 73) á 3. öld; báðir
mjög lærðir guðfræðingar, og sömdu varnarrit fyrir kristna trú gegn
villukennendum; „Contra Celsum" (á mót'i Celsusi, heiðnum rithöf-
undi á 2. öld) heitir varnarrit Origenesar.
Q-öscltel (bls. 35), frægur þýzkur guðfræðingur og lögfræðingur á
þessari öld.
Hártmann (bls. 68), þýzkur heimspekingur á þessari öld,
Hofmann (bis. 25), Delitzch (bls. 25), Richard. Rothe (bls.
25, 69, 73), þýzkir guðfræðingar á þessari öld.
Irenæus (bls. 26, 32, 37, 38, 66. 74, 87, 88 ög 89), kirkjufaðir,
biskuþ iLyon á Frakklandi -J- 202; ritaði gegn villukennendum.
Lavater (bls. 27), guðfræðingur í Svisslandi -j- 1801.
Martensen (bls. 25), núverandi Sjálandsbiskup(síðan 1854), hefir
samið fræg rit i trúfræði og siðfræði; f. 1818.
Prudentius (bis. 27), spánskt sálmaskáld á 4. og 5. öld ; frum-
höfundur sálmsins nr. 394 í sálmabólc vorri.
Tertullian (bls. 77, 80), kirlcjufaðir i Kartago í Afríku -j- 220.
Wexels, norskur prestur á þessari öld.