Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 64

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 64
112 Og þótt vjer nú sleppum því að tala um hina dauðu, þá viljum vjer spyrja: verður manni eigi áþekkt inn- an brjósts, þegar hann er innan um manngrúann? — þegar þjer finnst, að þú algjörlega hverfir sjálfum þjer í fólksfjöldanum, — þegar þú fer leiðar þinnar, einmana og óþekktur, hittir engan vin eða kunningja, en mætir að eins hinum hversdagslegu áhyggjum, og ekkert verður á vegi þínum, sem vekur neina af hinum dýpri tilfinningum mannshjartans, — þegar þú þjáist, en hefir enga von, — þegar þú biður, en fær ekkert svar, eða þegar þú hefir gjört bæn þína í kirkjunni með knje- falli, en fer þaðan ennþá efablandnari og einmana- legri en þú komst þangað; —- þegar þjer getur ekki annað fundizt, en að þú aðeins sjert til á jörðunni, til þess að fylla töluna, svo sem Bossuet segir, og að eng- inn hefði saknað þín eða sjeð hinn auða sess, þótt þú aldrei hefðir orðið til: •—• hlýtur þú þá ekki að verða angurvær með sjálfum þjer, og taka orð sálmsins þjer í munn: „Hvað er maðurinn þess, að þú minnist hans, eða mannsins barn, að þú vitjar þess?“ þessum andvörpum hins dapra og áhyggjufulla hjarta ætla jeg mjer nú að svara, en svarsins ætlajeg sjálfsagt að leita í lífsins bók, í hinu eilífa orði hins lifanda og sanna Guðs. I. Jeg hefi talað um lítilleik mannsins í samanburði við óendanleik alheimsins. Ognúþekkijeg enga bók, sem taki þetta fram með svo hjartnæmum og sönnum orðum eins og ritningin sjálf. Heyr þú t. a. m. orð Jobs og Esajasar spámanns. Hversu mjög beygjaþeir ekki drambsemi mannsins og gjöra hana að engu, með því að skoða hana í sambandi við óendanleik Guðs, dýrð hans og mikilleik? Les þú hinar helgu greinir, þar sem Job lýsir því, hvernig maðurinn, þrátt fyrir

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.