Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 88

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 88
136 Síra Pjetur Ásmundsson var aðstoðarprestur hjá síra f>orkeli eptir 1658.—Margir hafa haldið að síra jporsteinn Björnsson hafi verið aðstoðarprestur hans, en hann var vígður af Gísla biskupi Oddssyni til Utskála, 1638. Hann þótti fjölfróður og sjervitur; varð hann líkþrár og blindur kararmaður. Meðan hann lágíkör, lýsti Ástný nokkur Hallsteinsdóttir hann föður að barni og var í því dæmt á prestastefnu 6. og 7.Desember 1659 af prófasti síra Einari Illugasyni og fógetaTómasi Nikulássyni. Ljet síra þ>orsteinn flytja sig í rúmi sínu á kviktrjám frá Útskálum upp að þingvöllum og setja rúmið fyrir framan kórinn í þingvallakirkju; hann missti embætti 1660. Flestir sneiddu sig hjá að eiga orðakast við hann, og þegar hann átti að afhenda staðinn á Út- skálum, var síra Jón Daðason í Arnarbæli fenginn til að eiga við hann. Var rifinn gaflinn úr baðstofunni á Útskálum og hann borinn þar út. Ljet hann klæða sig og setja upp á gráan hest, semhannátti, og bauð að teyma hann í kringum staðinn. En síra Jón ljet teyma hestinn kringum útikofa, og á hann að hafa brunnið litlu síðar, án þess að nokkur vissi líkur til. Hann var fluttur á skipi frá Útskáluminn í Hafnarfjörð, og er mælt, að eigi hafi linnt skruggum og eldingum frá því hann var borinn á skip og þangað til hann var borinn af skipi í Hafnarfirði. Llann bjó síðast 15 ár með dóttur sinni á eignarjörð sinni Setbergi í Garða sólcn og dó 1675. Hann setti sjer sjálfur grafletur og ljet höggva á stein, og er það þannig látandi: D. O. M. S. Thorstænus jacet hic Björnonis filius ille, flos patriæ antiqvæ, magnus in historia antiqva Patriæ. Vixit annos Lxiii. Mortuus anno 1675. Requiescat in pace. A B.

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.