Óðinn - 01.01.1921, Page 5
ÓÐINN
5
Stefánsdóttur, Stephensen, mestu merkishjónum;
en síðar var hann um hríð í Austfjörðum með
föður sínum. Ellefu ára gamall fluttist Páll að
Breiðabólstað í Fljótshlíð til síra Eggerts Pálssonar,
frænda síns, og dvald-
ist hjá honum um tíma.
Eigi var þá enn farið
að hugsa um að setja
Pál til menta, og óvíst,
hversu skipast hefði,
ef eigi hefði viljað til
það atvik, er nú skal
greina: Vorið 1899
ferðaðist Páll til Reykja-
vikur, en lagðist þar í
lungnabólgu, og varð
eigi heill heilsu fyr en
siðla í júlí. Naut hann
þá nokkurrar tilsagnarí
latínu hjá síra Friðriki Friðrikssyni, en síra Bjarni
Jónsson, dómkirkjuprestur, leiðbeindi honum í
nokkrum öðrum námsgreinum. Sama haustið gekk
Páll undir inntökupróf í latínuskólann og settist
þá þegar í 1. bekk. Hann sat og veturinn eftir í
2. bekk. Páll þótti vera afburða námsmaður, enda
I
(U stundaði henn námið af kappi, og var þá jafnan
efstur í sínum bekk, með hærra vitnisburði oftast
en nokkur annar maður í skóla. Auk námsbók-
anna las Páll fjölda rita um ýmisleg efni, og hjelt
þeim hætti alla sína skólatíð; og er það, að minni
hyggju, sjaldgæfara um »duces scholæ«, en margur
ætlar. Utan skóla las Páll 3. og 4. bekk, og kendi
þá jafnframt undir skóla, en kom suður vorið 1903
til þess að taka fjórðabekkjarpróf, og þá all-
hræddur um, að hann mundi falla; en það fór á
þá leið, að hann varð efstur; hann sat í skóla
upp frá þvi, en sótti þó lítt tíma í 6. bekk sakir
heilsubrests, og lauk þó stúdentsprófi vorið 1905,
með mjög hárri fyrstu einkunn (102 stig.). Upp-
áhaldsnámsgreinar Páls voru forntungurnar, stærð-
fræði og íslenska, en þó mátti kalla svo, að hann
væri jafnvígur á alt. Haustið 1905 gerðist Páll
aðstoðarmaður í stjórnarráðinu fyrst um sinn, en
tók heimspekispróf um vorið 1906, með 1. einkunn,
og komst í Landsbókasafnið þá um vorið; tók
hann þar við afritun handrita af mag. Guðmundi
Þorlákssyni, en 1913 ákvað alþingi að fela honum
samningu handritaskrár safnsins, og tók hann þá
jafnframt við spjaldskrárgerð um prentaðar
bækur, er Jón alþm. Ólafsson hafði haft á hendi;
hefur Páll gegnt þessum störfum siðan og farið
utan þrívegis í erindum safnsins til handrita-
rannsókna.
Vorið 1918 lauk Páll embættisprófi í lögfræði
við háskólann hjer með fyrstu einkunn, og vorið
eftir tók heimspekisdeildin gilda ritgerð eftir hann
til doktorsnafnbótar; er rit þelta um Jón biskup
Arason, og er 1. bindi ritverks all-mikils, er Páll
hefur í smíðum um siðaskiftaöldina. En ritgerð
þessa varði Páll um haustið 1919, 25. október.
Þetta liggur eftir Pál í riti:
1. Fólgin nöfn í rímum. (Skírnir 1915).
2. Öxin Rimmugýgur. (Árb. fornl.fjel. 1915).
3. Þorleifur Repp. (Skírnir 1916).
4. Minningarrit aldarafmælis Bókmentafjelags-
ins Rv. 1916, en einn kafli þess rits er eftir
Björn prófessor Ólsen. , ^
5. Gísli Hjálmarsson og Jón Sigurðsson. (And-
vari 1916).
6. Fjölmóður Jóns lærða Guðmundssonar, með
inngangi um aldaihátt og ævi Jóns, og
athugasemdum; kom rit þetta í safni til
sögu íslands V. Rv. 1916 og 1917.
7. Skrá um handritasafn Landsbókasafnsins I,
1. 1918.
8. Menn og menntir siðaskiftaaldarinnar á ís-
landi, I. bindi Jón Arason (1919).
9. Ritgerð um Jón J. Aðils, próf. (Skírnirl920).
10. Þjóðmálafundir íslendinga i Ivaupmannáhöfn
1843—46. (Andvari 1920).
11. Um bókagerð Jóns biskups Arasonar (Nora.
Tidskr. Stockholm 1920).
Þá hefur Páll og samið allmarga ritdóma, aðal-
lega um rit sögulegs efnis, og nefni jeg sjerstak-
Iega þann, er hann reit í Skirni 1917 um bók-
mentir og prentverk á íslandi á 16. öld, og er
það reyndar ritgerð fremur en ritdómur.
Við þýðingar hefur Páll og fengist allmikið, og
skal hjer að eins getið hins merkasta; er þá fyrst
að nefna Árni Magnússons Optegnelser, er hann
snaraði á dönsku, og samdi að inngang og gerði
við athugasemdir; er það stór bók og fróðleg og
kom út i Memoirer og Breve, ritsafni, er þeir gefa
út Július Clausen og P. Fr. Rist. En á íslensku
þýddi hann: »Páfadómurinn og nýja sagan«, eftir
William Barry, en Þjóðvinafjelagið gaf út; er bók
sú talin merkilegt sögurit með breskum þjóðum,
og á vora tungu er hún ein hin fylsta og gagn-
orðasta sögubók, þótt bjer lesi hana fár eða enginn.
Auk þess, sem hjer er talið, eru í landshagsskýrslun-
um eftir hann verslunarskýrslunar árin 1905—1909.
Ritað í nóv. 1920. Bogi Ólafsson.