Óðinn - 01.01.1921, Page 6

Óðinn - 01.01.1921, Page 6
6 ÓÐINN Hjálmar Hárusson Hjálmar Lárusson. er fæddur 22. október 1868 á Smyrlabergi á Ásum í Húnavatnsþingi. Foreldrar hans voru Lárus Erlendsson og Sigríður dóttir Bólu-Hjálmars. Ólst Hjálmar upp bjá þeim, lengst í Holtastaðakoti í Langadal. Eflir að hann var fulltíða var hann ýmist fyrir norðan eða í Reykja- vík, þangað til hann kvænt- ist 1909 og settist að á Blönduósi. Þaðan fluttist hann til Reykjavíkur 1919, og á nú heima í Nýjabæ á Grímsstaðaholti. Kona lians er Anna Bjarnadóttir frá Svanshóli í Bjarnar- firði, og eiga þau 6 börn. Hjálmar hefur fengist við smíðar, einkum útskurð, frá barnæsku, en Iítillar tilsagnar notið í þeim efnum, nema hvað hann lærði nokkuð að teikna hjá Stefáni Eiríkssyni á árunum 1903 — 4. Hefur honum farið sem mörgum sjálfmentuðum mönn- um, að hann hefur verið lengi að sækja sig. Þó eru til góðir gripir eftir hann frá yngri árum, eins og t. d. horn eitt með dýramyndum, sem er í Vídalínssafni á Þjóðmenjasafninu. En það er ekki fyr en á síðari árum, sem hann hefur ráðist i að smíða verulega vandaða gripi, eink- um úr filsbeini og íbenviði, og þakkar hann það sjálfur mjög hvötum frú Margrjet- ar Zoéga. Á hún inarga gripi eftir hann, og er einn þeirra gler- augnahúsin, sem hjer er mynd af. Er þar skorinn Heimdallur, og þeytir Gjallarhorn. Pessir gripir vöktu eftirtekt manna a Iist Gieraugnahus, Hjálmars, og var hon- um veittur dálítill listamannsstyrkur 1917, og hefur hann haldið honum síðan. Síðan hann fiutt- ist til Reykja- víkur hefur hann smíðað allmikið,með- alannarsskor ið myndir af fornmönnum, ogmunmynd- : in af Agli : Skallagríms- syni, sem hjer er prentuð, vera þeirra svipmest. Þá mynd hefur Kjartan Thors framkvæmd- arstjóri gefið Þjóðmenja- safninu. Enn má nefna tvo gripi i eigu dr. Jóns Þorkelssonar, bikar úr fílsbeini, settan saman úr 7 hlutum, merktan myndum og rúnum, hina mestu dvergasmíð, og stafhandfangið, sem bjer er mynd af (allmikið stækkuð). t*að er alt sljett, nema endinn sem gengur aftur úr greipinni. Er þar skorinn Mímir með horn sitt, en fyrir neðan er Saga að rista nafn sitt undir þessa vísu: Egill Skallagrimsson. Prátt hefur Jón | Porkels arfi, Míms firir ádrikkju | ens mæra setið; fornhetju svipur | og fjölspeki mjög hann einkenna | og mærðar kyngi. Hef jeg ekki sjeð hjer á landi meiri gersemi i einu handfangi. Sýnir það best, að Hjálmar er enn á framfaraskeiði, þólt kominn sje yfir fimtugt. Hjálmar ber ekki einungis nafn afa síns á Bólu, heldur er margt líkt um þá. Báðir hafa að eðlisfari verið heimsmenn, fjölhæfir og marglyndir, en fátækt og barátta haldið þeim í kröppum skorð- um. Og báðir hafa fengist við kvæðagerð og út- skurð, þó að eldra Hjálmars verði minst fyrir kvæðin og yngra Hjálmars fyrir útskurðinn. Það er því ekki furða þótt hugur Hjálmars yngra hafi oft hvarfiað til afa síns, enda hefur hann gert rnikið til þess að halda minningu hans á lofti. Árið 1905 gaf hann út á sinn kostnað tvennar rímur eftir Bólu-Hjálmar, Hjaðningarímur og Hjálm- arskviðu. Sá Þorsteinn skáld Erlingsson um þá útgáfu. Og 1915—19 koin út mikil útgáfa af ljóð- mælum Bólu-Hjálmars í tveim bindum, á kostnað Hjálmars, en gefin út með merkilegri æfisögu af

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.