Óðinn - 01.01.1921, Qupperneq 13
ÓÐINN
13
um mína hönd — þó hún sje orðin þín,
þá vill hann liafa ráð á henni’ og mjer.
L á r e n z.
Jcg geri sem þú vilt.
F r í ð u r.
Pá gætum við
til ferða hans.
L á r e n z.
Jcg fer strax á hans fund.
Pvi máli fast skal fylgt, er sigra skal.
(I’au fara).
(Xfunkur sem sclur aflátsbrjef, Uemur inn með skríni).
Munkurinn.
Þar cru tjöldin þar eru fólkið ilcst;
hjer er vist margur liver með synd á sál,
en gjald í vasa. Glcði verður hjer
og mjöður til sölu, markaðurinn afhragð.
(Kallar).
Upp, syndugt fólk, því náðin er í nánd!
fSirn Þorgeir, Gollskálk, Ógaulan, djákni, l'nn, Tristan,
Solneig, Hlaðgerður og fólkið kemur út úr tjöldunum,
og þyrpist kringum hann).
Nú syngið allir, sem að hafið róm,
citt hósíanna eða liærra lof,
jeg sel hjer aílátsbrjef sem allir þrá.
Archimbold, sá sem er á Norðurlöndum,
legáti heilags föður, fjekk mjer þau
til sölu hjer. Þau hugga hreldar sálir
og hreinsa þann af syndum, sem það vill
og getur borgað.
Síra Porgeir.
Er páfasignet selt
á allátsbrjcfin?
Munkurinn.
Archimbolds þar með!
Síra Þorgeir.
Þú lætur okkur heyra, — engin kaupir
ncin ósjeð aílátsbrjcf.
G o 11 s k á 1 k.
Já, lestu u|>p.
Munkurinn
(tekur upp brjef og les).
»AFLÁTSBRJEF. Fyrst leysi jeg þig frá öll-
um kirkjunnar dómi eður dómsúrskurði, er
þú kant að hafa verðskuldað; því næst af
öllum syndum þínum og yfirtroðslum, sem
þú hefur alt liingað til drýgt, hversu stórar
sem þær kunna að vera, og jcg fyrirgef þjer,
og uppgef alt það cr þú verðskuldar fyrir
þær að líða í hrcinsunareldinum; geri jeg
þig nú aftur hluttakanda í kirkjunnar Saera-
mcntum, og jeg set þig aftur í það sakleysis-
ástand, er þú varst í næst eflir skírnina, svo
að helvítis portsdyr skulu vera luktar fyrir
þjer þegar þú deyr, en paradísar port skulu
þjer opin standan.
Sjc hrjefin keypt, þá hýr hjer syndlaust lólk
þar plágur flýja og hungur heldst ei við.
Gottskálk.
Að leysast undan úrskurði og dómi
cins rangláts biskups, það er hjálp og lilif
hvers vesæls manns. Pað linar kvíða og kvöl,
Hvað kostar brjefið?
Munkurinn.
Dal úr góðu gulli.
G o 11 s k á I k
(tckur upp pyngju).
Jú, dalur gulls cr geysimikið fje.
Nú þarf að skrifa nafnið milt á brjcfið.
Aflátið mig einan gildir þá,
og engan frekar, þó því væri stolið.
(Munkurinn skrifar á hvert brjef, sem hann afliendir).
() g a u l a n.
Pú hefur bugað biskupsskelkinn, Gottskálk
Gottskálk.
Ilann dæmir af mjer jörð!
Ó g a u t a n.
Og himnahlið
slanda þjer opin!
Gottskálk.
Fað er einskis vert;
hver fátæk rýja fiýgur þangað inn
án fjárútláta.
D j á k n i n n.
Dygða og trúar dauði
cr alleiðing af þessu.
Munkurinn.
Archimhold
ljct segja það sem páfans eigin orð,
að syndarar, sem eignast ekki brjefin,
vaða muni eldinn alveg eins og fyrr,
þá að þeim kemur.
T r i s t a n
(viö Ogautan).
Jeg býð Bræðratungu
að vcði fyrir dal úr glæstu gulli,
því biskup getur sagt jeg sje í banni.
Björn Guðnason var bannfærður, og jeg
samneytti Birni, en var aldrei leystur.