Óðinn - 01.01.1921, Side 19
ÓÐINN
19
Fríður
(inni í tjaldinu).
Lárenz!
Ó g a u t a n.
Þú vcrður einn.
L á r e n z.
Má Fríður fylgja mjer?
Ó g a u t a n.
Já, ef hún vill.
L á r c n z.
()g hvenær krefstu J)á
jeg komi?
Ó g a u t a n.
Slíkt má setja’ í samning vorn
á ntorgun, par má tala best um tíð
og skilyrðin, þú setur þau fram sjálfur.
En talaðu ekki orð um þessi mál.
Rándýr er jörð, er rikur kaupa vill,
gefðu nú Fríði góða sigurvon.
L á r e n z
(liugsandi viö sjálfan sig).
Á jeg að semja eða deyja?
F r í ð u r
(inni i tjaldinu).
Lárenz!
L á r e n z.
Þú segir, ást min: Hafðu liugrakl geð
og kaupir aldrei konungsfljóð of dýrt,
eins þó þú setjir sjálfan þig í veð.
(Lárenz fer inn i Skállioltstjaldið, Ógautan liorfir bros-
andi á eftir honuin).
Ó g a u t a n
(eftir stutta þögn).
Þú Serapiel! Drottinn hins fjórða dags!
Suðvestan vinda sál! og engill lofts,
kom þú hjer fram!
S e r a p i c 1
(kcmur fram, sveipaður svartri skikkju fráhviilli tililja).
Pú kallar strax á hjálp,
þú dæmdi fursti þess, sem fallið er,
cn ntissisl tíðast aflur.
Ó g a u t a n.
Andi minn
er hlekkjaður í holdi og þessum kropp.
Jeg lánaði með launung þennan ham,
minn andi megnar líkt og mannleg sál
í sömu viðjum. Án þín vinn jeg ei
ncin undraverkin. Kalla Cómet fram
S e r a p i e 1.
Hlekkjaði fursti! færðu þetta liús,
er siðhempan gat svikið út úr þjer
án endurgjalds?
O g a u t a n.
Pú veitst það sjálfur vel,
að taka máttu húsið handa mjer,
sje skilyrðunum fullnægt, fyrir því.
Pað er ei húsið, heldur kirkjan sjálf
með biskup, staf og stólu, sem jeg vil
að sökkvi niður, önnur komist upp,
sem fyrirgefur minna, og trúir meir
á Lúcifer en þessi.
S e r a p i e 1.
Pá skilst mjcr
þú sækir hcldur sveina prestsins tvo.
O g a u t a n .
Pað veit jeg ekki. Kalla Cómct fram
með stórum liala.
S e r a p i e 1.
Verulega vænti’ jeg?
O g a u t a n.
Já, veruleiki og sjónhverflng er sama!
(Serapiel hverfur. Halastjarnan kemur i Ijós á himnum).
(Ogautan fer inn i tjald Gottskálks, sem kemur út
og kallar).
Gottskálk.
Cómeta sjest á ltimni, komið út!
(Fólkið kemur alt úl úr tjöldunum).
D j á k n i n n.
Reiðinnar sverð, sem boðar býsn og neyð
á sekri jörð! Nú fallið allir fram,
því plágan kemur!
T r i s t a n.
Stjarnan hrópar hefnd —
á biskupa og kirkju.
Gottskálk.
Eða eld,
sem eyðileggur bú, og bráðafár
á fje og nautum.
Síra Porgeir.
Hún mun tákna helst
ill stórtíðindi, dauða rnikils manns;
hún segir fyrir sjúkleik, mannalát,
ófrið á jörðu, uppreisnir og stríð
í öðrum löndum.
T r i s t a n.
Hjer mun hclst hún boði
vors biskups lát.