Óðinn - 01.01.1921, Síða 26
2ö
öðinN
(Gottskálk gerir svo sem fyrir hann er lagt, þá kemur
í Ijós kona í svörtum hjúp með svarta hettu á höf'ði,
sem hylur alt andlitiö nema liökuna).
Okomin tíö sjest ávalt hulin dimmu
þeim sem um hana hugsa. Nú lyftir hún
frá munni blakkri blæju. Spuröu nú!
Síra Þorgeir.
Hver ertu, dulsjón?
S j ó n i n.
Jeg var snævi snifln,
og slegin regni, um aldir döggu drifin,
dauð var jeg lengi. Vakna vildi’ jeg ei.
Síra Porgcir.
Nú skal jeg reyna, völva, vit pitt alt.
Hvaö er best pjóðum?
S j ó n i n.
Trú á mátl og megin,
og sanngjörn lund.
Síra Porgeir.
Er trú á kirkju og Krist
pá orðin einskis viröi?
S j ó n i n.
Kirkjan sú,
er Stefán og Gottskálk gæta’, er komin á
l'allanda fót.
Síra Þorgeir.
Þá er víst endir lieims
i nánd viö pá sem þennan lifa dag,
ef kirkjan á að liverfa í aldahaf.
Hvað stendur eftir, pegar pvílíkt hrun
er liðið framhjá? Kemur ekki önnur
heilög kirkja?
S j ó n i n.
Ekkert sem á pað nafn.
Síra Þorgeir.
Sje kirkjan dæmd og dauð er öllu kipt
á burt, sem studdi stafinn minn og fót minn.
Seg fyrir forlög mín.
Sj ó n i n.
Hver maður cr
sín eigin forlög.
Sira Þorgeir.
Vísa þú mjer veginn.
S j ó n i n.
Ger viljann sterkan svo hann sigri örlög;
pú ættir að kvænast góðri konu strax.
Síra Þorgeir.
Seg pú mjer nafnið, ef pú alvís ert.
S j ó n i n.
Hvað þaut í laufi lundarins í dag?
(Pögn).
(Ilún lælur hettuna sign).
Vei! Þorgeir! . . . Þorgeir! Kynstu sjálfum pjer!
(Hún hverfur).
Síra Þorgeir.
Hún spáir hörðu, þessi heiðna sjón;
jeg trúi pví ekki, sem hún segir mjer.
Að kirkjan falli er ei ólíklegt,
og önnur verri’ er tæpast hugsanleg.
En hlýða því að giftast get jeg ei,
sje haldið kalli’ og kjól. Því slöngvar hún
svo vei-i yfir mig?
O g a u t a n
(brosir).
Þú hefur hcitið
að eiga konu’, er kysti pig i dag?
'l’il þess er helsta ráð að hætta prestsskap.
Síra Þorgeir.
Til eru prestsverk, sem jeg verð að vinna
áður en jeg við kjól og kall get skilið.
G o 11 s k á 1 k.
Gerðu þau fyrst og gaktu svo á móti
peim Stefáni og Gottskálk grimma fjanda.
Þú verður foringi, við fylgjum pjer
og gefum brautar gengi.
Síra Þorgeir.
Kirkju bann
pá fjelli’ á mig, og fordæmingar lýðs.
O g a u t a n.
Því hikar pú, sem veitst að bann er bann;
almannadómar hafa ei annan mátt
en dómnum gefur sá, er dæmdur cr.
Nei, gerðu uppreisn móti öllu pvi,
sem biskup býður. Heldri lýður lands
mun fylgja þjer með festu. Þarna’ er fje.
(Bendir á járnkisturnar).
Vei, sagði spáin, pví hún sá pitl sinni,
og hugskot pitt.
Síra Þorgeir.
Nú, hver var pessi norn,
sem lalaði svo napurt?
O g a u t a n.
Nornin Skuld,
hún spáði í lífi og sagði margan sann,
og eftir dauðann var hún hafin hátt