Óðinn - 01.01.1921, Page 32
32
Ó f) IN N
U n a.
Uað hæfir vel.
Jeg fer nú skjótt á Skálholts biskups fund,
og reifa málið, segi lionum satt.
Jeg veit það ei, hvað villir Iionum sjón,
en hann mun vera beittur illum brögðum.
Pið bíðið þess jeg komi.
(For).
Síra Porgeir.
Þið gangið heim til bæjar, húist um,
svo vígi’ eg ykkur saman, þegar þið
tilbúin eruð.
(Fer).
L á r e n z.
Undralán slíkt meira’ er
en lengi mátt’ eg leyfa mjer að treysta,
því framundan er ást og yndiskjör,
fegurstu vonir framtíð langa roða,
sem morgunroðinn skreyti fjöll í fjarska
íneð fögrum litum.
I’ r í ð u r.
Lífið brosir við mjer,
nú loksins get jeg heimt mig sjálfa’ úr helju.
L á r e n z.
Jeg fagna láni og lukku.
(Pagnar htigsandi).
Æfin getur
þó orðið dauf og dimm, sem margoft fer.
Við setjum, að jeg ætti að fara í útlegð,
gætirðu fylgt mjer þar?
F r í ð u r.
Pú veitst það, víst
jeg vildi fylgja þjer í hiskups hanni,
— sem bugar voldug kóngsriki og kónga —
og hverri neyð. — Má kona gjöra meir?
(St'i er orðið alldiml i kirkjunni. — Páu fara. Síra
' Porgeir og Óganlan koma inn).
Síra Porgeir.
Sjá! fetta er kirkjan fagra, er faðir minn
Ijet reisa hjer úr rústum. Hún er ný
enn þá í sjón við birtu og betra Ijós
en hjer er nú. Sjá, háar súlur halda
upp Jjettum bogum; litskrúð helgimynda
er hvergi meira, svo jeg hafi sjeð.
O ga u t a n.
Á sveitabæ er þetta sjaldgæft hús,
þó finst mjer, sem jeg hafi sjeð það fyr
í draumi sjálfsagt. Eru undirstöður
tryggar, hafa tímans maðkar ei
ormjetið þær, sem annað kirkjugóss
og kirkjutrú?
Síra Þorgeir.
Nei, undirstöður allar
mjög traustar eru, og kirkjan bygð á klöpp.
Þjóðtrúin segir hjer sje hellir un<iir
kirkjunni allri, elding geti lostið
svo hellisþakið, að það hrynji niður
og kirkjan með.
Ó g a u t a n .
Það Víéri Ragnarökkur
þessa húss, og boðaði mestu býsn,
og verstu undur fyrir kirkju og klerkdóm.
Því alment mundi fjöldi týna trúnni
á helgi þeirra húsa, er refsidómur
af himni ofan sökti í djúpið dökt.
Ef trúin liverfur, sekkur kirkjan sjálf,
er fallið veldi, kemst á vonarvöl.
Já, drottinsbörnin — ef þau eru til —
þau myndu hrína skjalt á hverju fleti,
að Kölski.væri laus og kominn á ról.
Síra Þorgeir.
Ifvað færi’ á eftir hruni helgrar kirkju?
() g a u t a n.
Nornin hún sagði’, að ekkert færi á eftir,
sem ætti skilið nokkurt heilagt nafn.
Síra Þorgcir.
Það yrði verzlegt vald.
O g a u t a n.
Og betra en nú.
Nú hefndu föður þíns á fjanda lians,
biskupi þeim, sem vildi bera hann út
á kaldan klaka, og þrýsla vonarvöl
í hendur hans, og svifta hann kalli og kjóli.
En kirkjan varð þá reist, liann gat það ci.
Hvað er þjer ætlað? »Afsetning og bann«,
það sagði svipur biskups. —
Síra Þorgeir.
Súrt og illa. —
I’.r gremja sú, er hiskup ber til mín,
fengin að erfð frá föður minum?
O g a u t a n.
Já.
Síra Þorgeir
Feðranna sýnd! —
O g a u t a n.
Jeg greiði þjer í gulli
þrjár vættir skírar; vertu frelsis sverð
stynjandi lýðs, og sigraðu biskups hjálfann,
hann lifir í trássi lengur en þig varir.
Tak lánið höndum, vogun vinnur sigur;