Óðinn - 01.01.1921, Page 37

Óðinn - 01.01.1921, Page 37
ÓÐINN 37 Síra Porgeir. Hvað stoðar staðlaus blessun? Og orðin tóm, sem enginn hugur fylgir? Ogaulan. Minslu pess nú að hlutverk þitt er hált, að leggja harðan lagavönd á biskup, sem sálir dauðra dregur alt til Vítis. Pú safnar liði og sækir biskup heim sem uin er samið, Gottskálk fær pjer gullið. (Ógaulan fer, helgimyndirnar fá al'tur lit og Ijóma). Síra Þorgeir. Best er að hugsa hátt, og klifrast upp á bjartar hæðir, sjá ei saurguð hús, nje forniælingar fyrir hugans sjón. Að buga Skálholt, herja á Hólastól, að taka með valdi biskupana báða er stórmál, — ekki stórverk meira en svo —! Hann Kristján II. lætur mig fá landið að erfðaljeni, ef jeg borga þreföld pau gjöld sem landið gefur af sjer nú. — Jeg sker upp herör. Gottskálk (kcmur inn). Hjer er Goltskálk góði með gull í hendi, er hann skal færa pjer frá Ógaulan. (Sýnir Porgeiri sjóð). Síra Þorgeir. Þú smalar með oss mönnum. Gottskálk. Þú tekur Tristan fyrst! Síra Porgeir. Jeg feldi hann, Tristan cr dauður! Gottskálk. Pað er dásöm fregn; (tortryggilegur). Var Hlaðgerður pá hjer? Síra Porgeir. Nei, hún kom ei; pú parft víst ekki að hræðast skriftir hennar, pví jeg veit alt frá jarðhúsinu i Berghyl. Gottskálk. Nei, skriftir hennar hræðist jeg ei mjög, en munnurinn kynni að rata á rangan munn. Hjer, innsiglið er óskert fyrir sjóðnum (tekur fram sjóðinn) og á pví Gómet er með premur liölum, Ógautans merki. Sira Þorgeir. Afar sjaldgæft tákn. (Fer með sjóðiun inn i skrúðhúsið). (Mcnn og konur koma inn i kirkjuna, karlmenn skipa sjer hægra megin, konur vinstra megin. Pegar gengið er fram lijá helgimynd, lineigir fólkið sig). Fyrsti maður. Biskupinn er nú kominn hingað heirn í för með Unu. A n u a r m a ð u r. Fagurt messuhald er pá í vændum Porláksmessukvöld. Fyrsta kona. Og biskup vcrður skrýddur! Önnur kona. Skálholt má öfundast við Hrunakirkju í kvöld, hjcr blakla Ilögg og blikar Ijósadýrð. Fyrsta kona. Og latina sungin, sem jeg ekki skil, en laðar hjartað. (Sira Porgeir kemur afttir). Ó n n u r k o n a. Heykelsi mun reykt, pað deyíir sorg og hefur andann hátt. Priðja kona. Er kýrin pin borin? Önnur kona. Uss! Uss! enginn má tala um pað á pessum helga stað. Priðja kona. Ungbarnið deyr, ef ekki fæst nein mjólk! (Diskup með staf og stólu og Vna koma). B i s k u p. Hvar er pá Lárenz? Síra Porgeir. Hann er kominn heim með konu sinni. B i s k u p. Konu segir pú, er F'ríður gift? Síra Porgeir. Jeg gaf pau saman lijer. U n a. Pjer játtuð pví að pau væru ekki skyld. B i s k u p. Dreymir pig, Una, að pað væri titt, að biskups-frænkur strykju burt með strák án lögráðanda leyfis?

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.