Óðinn - 01.01.1921, Síða 40
40
fjandanum sjálfum bæði kirkju og klerk,
ef liann vill sækja Satans biskup pann.
I) j á k n i n n
(kemiir í flýti inn um skrúðhússdyrnar, þýlur upp i
prjedikunarstólinn án þess að sjá hverjir eru inni,
og boðar þaðan).
Á austurhimni halastjarna sjest,
sem boðar hel, og hölum veifar þrem.
Jörðin er dæmd! og djöfullinn er laus!
(Fcr út um sömu dyr, án þess að sjá þau).
Söfnuðurinn
(fellur allur á knje frammi i kirkjunni. Einn segir
hverja setningu hátt og skýrt á undan hinum. Hin
hafa liana upp eftir lionum öll i lágum róm).
Verndi pig himinn! Allir helgir menn!
Pjer hlúi í miskunn dauðadæmda jörð!
Ave Maria, miskunna pú oss!
D j á k n i n n
(kallar íýrir utan).
Jörðin er dæmd! og djöfullinn er laus!
(Tjaldið).
I V. PÁTT ÍJ R.
Kirkjan í Hruna, alveg eins og í lok III. páttar
ljósin kveikt.
Biskap. Una.
Una.
Þjer setjið prest og söfnuðinn í bann,
forboðið kirkju, bannið kristinn sið.
F.f fólkið sjer að ekki viðrar ver
pó messur hætti, margur hugsar pá
að bann og forboð sjeu orðin ein,
en ekki háleitt, heilagt reiðarslag. —
Nú pessi elding brennir bæinn minn
og hittir mig í hjartastað.
B i s k u p.
Sonur pinn
hann lijet mjer dauða!
U n a.
Yður vantar vopn
til pess að styðja þennan stóra dóm.
Ef fólkið gerir uppreisn, rán og rupl
mun verða drýgt, og yðar frelsi og fjör
í hættu statt. Æ, hefjið petta bann
sjálfs yðar vegna, en ekki fyrir mig.
B i s k u p.
í sjálfs míns þarfir vinn jeg engin verk,
en kirkjunnar alt.
ÓÐINN
U n a.
Svo kem jeg pá að þvi. —
Pjer voruð eitt sinn eins og menskir menn
lofaður stúlku, sem þjer sögðuð upp.
Nú var þó engin sök á hennar hlið,
þjer senduð henni jarðteikn, góðan grip
og ljetuð um mælt, ef hún legöi fram
gripinn, sem sönnun, svo mundi henni veitt
verða sú bón, sem beðið væri um.
B i s k u p.
Kirkjunni gaf jeg líf mitt.
U n a
(brosir).
Loforð mjer! —
Jeg geymdi hlutinn, þótt jeg ætlaði’ ei
að biðja neinn um bón. Jeg tek hann nú
upp til að sanna sögu mina. Eg bið,
að banni ljetti’ af klcrki og kirkjusókn,
og kirkjan verði vígð og orðin hrein
á jólanótt.
B i s k u p.
Jeg verð að ráðgast við
pá presta mína.
U n a.
Var pað presta ráð —
bannfæra son minn?
B i s k u p.
Svo var ekki.
U n a
(brosir).
NÚ! —
Pá fellur yður crfitt biskup rainn,
að halda gömul heit.
B i s k u p .
Já ungur lofar
lang oftast meiru en gamall getur efnt.
(Ilnnn l'er).
U n a.
Sá maður finst mjer farinn mjög að prótt;
hann þolir ekki að pruma upp heljardóm
og veikist af pví. — Sonur minn var sýkn,
en pó í banni, eftir petta vig.
— Hann átti' að leysa, en ekki lýsa í bann. —
Pví ber nú kirkjan vopn á sjálfa sig,
ef hún er ekki sundurþykk og sjúk?
Hin gamla freisting fellir hana í grunn,
að girnast mest og eiga ein í heim
jarðríkin öll og alla peirra dýrð.
S t ú 1 k a
(kemur inn).
Biskup er farinn!