Óðinn - 01.01.1921, Side 56

Óðinn - 01.01.1921, Side 56
ÓÐINN 56 Síra í’orgeir. Svo þú ert óður, Lárenz! Hlaðgerður (gengur milli þeirra). F.lskið frið, þið eruð bræður! L á r e n z. Sýn mjer samning minn — hvað, viltu kona? (Hlaðgerður tekur um korða þeirra bræðra). Hlaðgerður. Koma friði á. O g a u t a n (tekur upp skjal). Jú, samningurinn! — Hann er hjer að sjá. Meinleysis tætlan merkir ekkert nú. Jeg tímdi ekki að efna Uþp á þig nýlega kvæntan, öll þin kostaboð. L á r e n z. Jeg heimta skjalið. Ogautan. Gerði gef jeg það, hún ber þjer það ef biðurðu’ hana’ um koss i ómakslaun. L á r e n z. Sje eiginhandar nafn mitt undir því, og skjalið ekta alt. (Illaögerðiir fær skjalið og skilar Lárenz þvi, liann lítur a það og stingur kordanum í slíðrin). Pað skjal er ekta. Gerður, gef mjer koss! Hlaðgerður. Þú veitst, að ekki þarf að biðja mig. (Gengur grátandi burt). L á r e n z (við sira borgeir). — Pú vildir gerast bani bróður þíns, til þess að verja gamalt galdratröll. — Sira Porgeir. Jeg þarf hans með; — hann gaf þjer gull og lán og færir meira’, ef tími til þess vinst. Pú ert í skuld við hann. (Gottskálk fer). L á r e n z. Jeg skammast mín að eiga bróður, sem er efni í Kain. Við erum skildir alveg; bróðurlaus i banni stendur þú. (Lárenz fer). Síra Porgeir. Og horfinn heill! Alt ólán heims mig sækir heim í senn, frá því að Tristan fjell, og hjetst við mig; hans sterka bölvun starir fast á mig með tveimur augum, tindrandi af eldi frá dauðans heim. Mig biskup lýsti’ 'í bann, en stúlkan min, sem stóð og hlustaði’ á, hún fjell í óvit. — Vitskert varð hún fyrst, er jeg í banni vafði’ hönd um hana. Ef bannið hyrfi, væri einhver von að henni ljetti, og heilsan yrði góð. — Hefði hann lifað, hefði jeg kúgað karl, og látið biskup leysa mig úr banni með miskunn, blíðu’ og Miserere söng. Biskup er dauður! Eg hef óskað þess — og gaf mig Fjanda, ef hann flýtti þvi, að sækja karlinn. Áformin mín öll nú hrapa í grunn. Pú sjer víst að jeg sekk, og óvíst hvert? — Jeg ber ei þetta böl. ^ Ógautan. Biskupslíf var ekki eyris vert, en það er böl, þú bauðst þig eins og fórn mót dordingul, sem dottið hefði á gólf af vesaldóm. Að Kölski kraki’ í menn er fátítt mjög, en svartir hugir sveima i kringum þá, sem óska sjer svo ills; þeir leiða menn til hryðjuverka’ og haturs, það hafa drengir djöfulæði skírt, sje æðið megnt. Nú, Porgeir, hertu upp hug, því tækifærið brosir blítt og glatt, og sje það notað vel, þá vinnur þú: Iausnir úr banni og annað þar á eftir. Síra Þorgeir. Og hvernig þá? Ó g a u t a n. Jú, biskup sendi brjef austur að Vcri. — Hitt fór hingað upp, það brjef, er liklega leysir þig úr banni, og býður þjer að búa á Skálholtsstól, með biskupstign. Sira Þorgei r. Nei, þú fer voða vilt! Ó g a u t a n. Pú ritar sjálfur þetta biskups brjef, með innsigli og eiginhandar nafni þar undir. Síra Porgeir. Jú, og innsiglið er til við brjef frá stólnum, steli’ jeg biskups hendi, er sigur vis. (Djákninn og kirltjufólk keimir).

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.