Óðinn - 01.01.1921, Page 65

Óðinn - 01.01.1921, Page 65
ÓÐINN 65 Faðirinn: Pau gráta lengi og veröa aftur róleg. Móðirin: Ó, ykkur er kalt. Eldri sveinninn: Við ætluöum að kveykja eld, okkur hlýnaöi af því. Faðirínn: Við fengum yl af eldi sem viö gátum ekki kveykt. Yngri sveinninn: Elsku mamma, varstu oröin hrædd um okkur? Móðirin: Já góði, þess vegna fór jeg að leita. Ó, hve jeg var glöð þegar jeg heyrði raddir ykkar — jeg grjet (kyssir hann). Guð minn góður! þú ert frosinn. Hve þjer er kalt, elsku barn. Yngri sveinninn: Nei. Nú er mjer vel heitt, mamma, mjer líður vel. Móðirin: Pað sþeglast í augum þínum — ljós, sem ekki er sýnilegt neinstaöar umhverfls okkur. (Hægur vindur þýtur, leikur þýðlega á hljóðfæri skógarins og hristir snjókornin niður af greinunum. Um leið birtir af tungsijósi og er þá sem fenni demöntum og silfursvarfi. Hið efra verður stirnt og bjart af marglitum glömpum, en inn um skóginn flökta dimmir skuggar eins og þar fari fram grímudans cftir hljóðfallinu). Yngri sveinninn: Mamma mín, hve það var gott að þú skyldir koma til okkar um þessi jól. Sjáðu öll þessi jólatrje. Ó hve þau eru falleg. Við eigum að fá allar þessar jólagjafir — þessa silfurkrossa og hvítu kransa. Sjáðu hve Ijósin á trjánum eru björt. Pau eru kóld. Ó mamma, ljósin eru köld. Móðirin: Pú ert glaður eins og þú ættir fá spor eftir. Faðirinn: Hann talar eins og hann hefði vaknað ann- arstaðar en þar sem hann hefði hattaö. Yngri sveinninn: Mamma, hví er skugganum leyft að dansa á jólunum? Móðirin: Peir eru Ijóssins börn, þeir dansa ekki í myrkri. Eldri sveinninn: Við förum nú heim frá dansinum. Yngri sveinninn: Langt, langt inn í hvíta ljósið. (I’au fara til vinstri. Yngri sveinninn dettur. Faðirinn reisir hann á fætur. Pau hverfa inn i skóginn. það dimmir eins og þykt ský dragi fyrir tunglið. Leiksviðið er autt. þrír skógarúlfar koma frá hægri. Peir grafa djúpa gröf i snjóinn þar sem fólkið hafði verið, íinna siðan sporin þess, reltja þau til vinstri, hverfa inn i skóginn. Pað tekur að hvessa. Leiksviðið er aftur autt. Fólkið kemur frá liægri; fyrst móðirin, svo eldri sveinninn. Fað- irinn ber yngri sveininn á bakinu). Móðirin: Guði sje lof! Hjer eru sþor eftir menn sem eru að leita að okkur. Sþorin eru nýleg. Peir geta ekki verið langt frá okkur. Faðirinn: Pað er eins og þeir hafi komið Uþp úr jörð- inni, risið upp úr gröfinni til að hverfa í hana aftur, skilið hana eftir opna. Yngri sveinninn: Peir hafa með sjer hunda til að rekja sporin okkar. Móðirin: Já, tvo eða þrjá stóra hunda. Peir hafa ætlað að finna okkur. Eldri sveinninn: En hundarnir hafa komið á eftir mönn- unum. — Hjer hafa þeir grafið gröf niður í mold. Faðirinn: Gröfin þessi mundi rúma fjóra menn. Hún starir á okkur eins og opið auga á líki. Móðirin: Mennirnir eru þrír eða fjórir. Peir hafa gengið nokkuð hratt, þeir hafa viljað finna okkur sem fyrst. Faðirinn: Peir hafa ef til vill heyrt börn gráta og farið að flýta sjer. (Pað livessir meira). Móðirin: Peir mega ekki fara langt á undan okkur. Við skulum rekja sporin. Faðirinn: Spor hundanna eru svo skýr að við villumst ekki útaf sporum manna þessara. Móðirin (kaiiar): Við erum hjer. Paö livessir enn meira. 1 skóginum heyrast ömurleg hljóð eins og lúðrar væru of mjög þreyttir og strengir slroknir of fast). Móðirin (kaiiar): Biði þið. (Pau rekja sporin til vinstri. Yngri sveinninn hefur lagt aftur aug- un og hallað höfðinu. Trje heyrast falla inni i skóginum. Fönn lirist- ist af trjánum svo mikil að alt annað hverfur. Sýnin verður alhvit). Móðirin (heyrist kalla): Við komum. (Tjaldið). 0 Þrjú kvæði. Eftir Jakob Thorarensen. Gnmla fólkið. Frómt var í tali góða fólkið gamla, gikkslegan svoja, ef hann var allur burtu dæmdi það milt og mót hans lýtum hamla málshætti Ijet, sem skárri bóginn snurtu. Að við ei nefnum látna og heiðursháa, hælt var þeim drjúgt — og reyndar við að búast; en stundum við slíka gesti í geimnum bláa guði var ætlað helst til lengi að snúast. Mótlætisblástrum mættu þeir með festu, af móðgunum smáum upp á nef ei stukku, en þungbrýnni hefnd gegn mótgerðunum mestu mundi þó stefnt, svo deigir fyrir hrukku. Útlendar tíðskur hylli manns og hrundar hlutu ekki í svip að spjarasniði og kenjum; máttu þær lengi líkt og flækingshundar lúpast um bygðir fyr en skifti venjum. Gustukaverkin glóðu í breytni kvenna, úr grannanna bágum leystu vænir seggir. Alstaðar mátti trausts og kjarna kenna; kotunum smáu skýldu manndómsveggir. Margt var þess dæmi, ef maður fór um veginn, málreifur bóndinn slepti þegar verki. Gestrisnin þvínær þussa hverjum fegin; þverhandarsíðan hennar skjaldarmerki. Heilt var i skapi gerðarfólkið gamla, guðrækið vel og þoldi engum manni efans með dylgjum drotni gegn að hamla, ei djöflinum heldur, sá var og þess granni.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.