Óðinn - 01.01.1921, Page 67

Óðinn - 01.01.1921, Page 67
ÓÐINN 67 til bindingar. Yrði svo nokkur tími afgangs að haustinu var óðar byrjað á jarðabótum. Búmaður var Hannes ágætur eftir gömlum hætti og var þó aldrei verulega sýnt um skepnuhirð- ingu. Hann hafði aldrei lært þá list, að verða hey- laus ef harðnaði í ári og átli ætíð miklar fyrning- ar, jafnvel í verstu árunum eftir 1880. Mestar tnunu þær hafa orðið um 1000 hestar eða nokkru meiri en allur áisheyskapur á jörðinni. Það mun og aldrei hafa komið fyrir, að hann ætti ekki meira eða minna inni í kaupstað. Ungu mönnunum kann að þykja þetta gamaldags búskapur og lítt gróðavænlegur, en eigi að siður efnaðist hann vel, eftir því sem gerist hjá bændum, og þóþti ætið með gildustu bændum í sínu bjeraði. Ef einhver kynni að ætla, að jörðin hafi verið sjerslaklega góð eða hann byrjað með góðum efnum, þá er því að svara þannig, að jörðin var afskekt og snöggslæg dalajörð og hann byrjaði búskap með tvær hendur tómar það heita mætti, en varð hins vegar samstundis að byggja baðstofu og síðan hvert hús á fætur öðru. Búskaparreglur hans voru einfaldar: að vinna sem mest, spara flestan óþarfa og sniða sjer stakk eftir vexti. í búskapnum var kona hans, Halldóra Pálsdóttir frá Hvassahrauni, honum til mikillar aðstoðar. Var hún bæði ágæt búkona og húsmóðir, samhent honum í öllum slörfum. Þó Hannes heitinn bjeldi yfirleitt trygð við gamla siði var hann framfaramaður í ýmsum greinum. f jarðrækt og hverskonar jarðabótum var hann með fremstu mönnum í sínu hjeraði, og flestum einbeittari í því að láta unga fólkið afla sjer sem bestrar mentunar, og hafði hann þó sjálfur lítillar mentunar notið. Eitt sinn er hann var spurður um, hvort betra væri nýja fræðslu- fyrirkoinulagið eða gamla heimiliskenslan, svaraði hann: »Nýja fyrirkomulagið er spursmálslaust miklu betra. Pað var skömm að því hvað börn- um var lítið kent í gamla daga«. Pá var spurt hvoit skólafræðslan yrði ekki helst til dýr fyrir marga fátæklinga. wFátæku börnin! Pað er sjálf- sagt að gefa þeim skólaveru; annað getur ekki komið til tals«, svaraði Hannes. Pað eru engar smáræðis breytingar, sem orðið hafa á lifnaðarháttum alþýðu á siðasta mannsaldri. Á Eiðstöðum var vinnutíminn langur allan árs- ins hring, vinnukappið ef til vill of mikið. Að sumrinu varð að nota hverja slund og stundum sunnudagana líka og það borið fyrir, að arðsami tíminn væri svo stuttur, að ekkert augnablik mætti missast. Vor og haust var engu betra, því þá kölluðu jarðabætur og húsabyggingar að, ferðalög o. fl., auk allrar vinnunnar við skepurnar. En veturinn var einnig með sama hætti. Pá sátu allar konur við daglangt, þeyttu rokkana og töldu hespurnar, því hverri þótti sæmd sín við liggja að skila fullu dagsverki. Óðar en piltar komu inn frá útiverkum þótti sjálfsagt að þeir kemdu ull, spinnu hrosshár, fljettuðu reipi, brigðu gjarðir eða hvað það nú alt var sem vinna þurfti. Munu það hafa verið 200—300 álnir vaðmáls, sem ár- lega var unnið. Samtímis voru smíðatólin á fluga ferð hjá húsbóndanum. Innan um allan þennan rokkasöng og vinnuys sló vefstóllinn taktinn, en yfir alt tók þó rödd mannsins, sem sögurnar las eða rímurnar kvað fyrir heimilisfólkið. Pótti Hannesi það lítil framför er hver tók að lesa fyrir sig »þetta bansett skáldsagnarusl«, og taldi hann það ólíkt vinnudrýgra, að einn læsi fyrir alla. Dagurinn endaði svo með sálmasöng og hús- lestri nema á sumrin. Þá var að eins lesið á sunnudögum. — Pannig var daglega lífið á Eið- stöðum. Það var fastara í rásinni lífið fyr hjá alþýðu vorri og timinn nýttist betur. Meðan jörð var þýð störfuðu allar hendur að búskap og jarðrækt, en þegar vetur kom, breyttist heimilið skyndilega og varð að lítilli verksmiðju, sem smíðaði flestar nauðsynjar, alt frá fötunum, sem menn gengu í til hnakksins, sem menn riðu á. Um iðjuleysi var ekki að tala. Þætti karlmanni ofaukið að vetrin- um, var það sjálfsagt að hann gengi suður til sjóróðra. Hannes var sonur Guðmundar bónda Arnljóts- sonar á Guðlögsstöðum í Blöndudal. Hann fædd- ist 7. maí 1841, kvongaðist 15. júní 1864, reisti bú á Eiðstöðum 1871 og dó 26. mars þ. á. Af börnum þeirra bjóna náðu þessi fullorðinsaldri: Jón bóndi á Brún, faðir frú Guðrúnar Petersen og þeirra systra, Guðmundur læknir, kennari við háskólann, Páll bóndi á Guðlögsstöðum og Anna, sem giftist Jóni bónda Sigurðssyni frá Eldjárns- stöðum. Af þeim systkinum lifa nú að eins þeir bræðurnir Guðmundur og Páll.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.