Óðinn - 01.01.1921, Page 71

Óðinn - 01.01.1921, Page 71
ÓÐINN 71 Það er orðlögð náttúrufegurð með fram Jökulsá þar á Hafursstöðum, hrikaleg hamragljúfur og yndislegir skógarhvammar. Brúnahvöss klettaborg, sem nefnd er Vígaberg, gnæfir þar á einum stað yfir gljúfrafossi, sem við hana er kendur. Guð- mundur var mjög elskur að þessum heimahögum, eins og náttúrunni yfir höfuð að tala. »Þ ir er jafnan hugurinn hálfur«, sagði hann, »hvar sem jeg annars er staddur«. Oft hafði honum hvarfl- að í hug að reisa skólahús þar uppi hjá Vígabergi, koma kláíTerju á gljúfrið og d aga að sjer ung- linga austan og vestan til náms. Pað var æsku- draumur. Á Ærlækjarseli í Axarfirði bjó ungur bóndi, er Stefán hjet Sigurðsson, atgerfismaður, vel mentaður og góður drengur. Kona hans bjet Kristin Gríms- dóttir, sköruleg kona og valkvendi. Stefán efndi til þar heima unglingaskóla og bygði skólahús á föð- urleifð sinni, og var þar kent unglingum 3 vetur. En þá kom dauðinn og kallaði Slefán burt frá konu og tveimur sonum kornungum og öllurn áformum sínum. Ekkjan bjó þar eftir. Þau Guð- mundur á Hafursstöðum kyntust nokkru síðar og feldu hugi saman. Þau giftust vorið 1918 og tók Guðmundur þá við búi í Ærlækjarseli. Virtist nú ekkert til fyrirstöðu, að æskudraumur hans rætt- ist, þó að skift yrði um skólasetrið, enda var skóla öllu haganlegar í sveit komið þar í Ærlækjarseli, í miðri sveit og á einhverri bestu bújörð í öllu því hjeraði og þótt lengra sje leitað. Guðmundur þóttist þó ekki svo búinn til kennarastarfsins sem hann þyrfti, og vildi fyrst kynnast nokkuð skólahaldi erlendis, læra betur enska tungu o. fl. Hann rjeð því af að fara utan þá um haustið í þeim erindum. Kona hans hafði kent brjóstveiki lítilsháttar um sumarið. Hún fylgdi honum suður til Reykjavíkur. Rjett eftir að þau komu þangað, barst þeim sú fregn að heiman, að yngri sonur hennar hefði veikst litlu eftir burtför þeirra og andast eftir stutta legu. Kristínu fjelst mjög um þessa harma- fregn og ýfðist veikin, er.hún hafði kent um sumarið. Var það afráðið, að hún færi að Vífils- stöðum og dveldi þar til heilsubótar meðan Guð- mundur færi utan. Hann tók sjer far til Englands með botnvörpungi og settist að námi í Oxford. En skamma stund hafði hann dvalið þar, áður en hann fjekk hraðboð um, að kona hans lægi fyrir dauðanum. Tók hann sjer þegar far heim aftur með botnvörpungi til Hafnarfjarðar. Konu hans hafði elnað mjög veikin eftir burtför hans og sonarmissinn, og fengið blóðspýju svo mikla, að henni var ekki hugað líf. Þegar hann var heim kominn, brá þó aftur til bata, og um vorið hjelt hann norður til bús síns, vongóður um heilsufar konu sinnar. En um haustið kom hann aftur suður með Gunnlaug stjúpson sinn, einkar mannvænlegan svein. Rjeðst Guðmundur þá verka- maður að Vífilsstöðum og voru þeir Gunnlaugur þar báðir fram eítir vetrinum og batnaði Kristínu dag frá degi á meðan. Á útmánuðum hjeldu þeir norður heim, við þá öruggu von, að heimta hana líka með vorinu. Jafnskjótt sem Guðmundur var heim kominn, drifu að honum til náms börn og 10 unglingar. Vann hann þá oft meðan aðrir sváfu að því, sem dagurinn hafði ekki enst til. Áhuginn og gleðin gerðu hann tveggja maka. Vonin ræltist, hann heimti konu sína með vorinu og alt Ijek í lyndi; henni fór dagbatnandi eftir heimkomuna. Lítið blasti við bjart og brosandi eins og sumarið. Honum fanst eins og nú ætli það fyrst að byrja. Afmæli hans var sunnudaginn 13. júní. Gerði hann orð foreldrum sínum og systkinum á Hafursstöð- um að koma á laugardagskvöldið; skyldi þá fagna í senn afmæli hans og heimkomu Kristínar. En það fór á annan veg. Brunná heitir á, er fellur niður um Axarfjörð- inn skamt fyrir austan Ærlækjarsel. í hana fellur kvisl ein úr Jökulsá og verður af mikið vatnsfall, er báðar koma saman. Breiðist það út þar á flat- lendinu fyrir fjarðarbolninum og myndar eyrar miklar, en víða hyljir á milli. Sandbleyta mikil er í eyrunum og þó mest út við ósinn, þar sem árstraumurinn mætist og sjávarfallið. Þar er aldrei kyrt, sandurinn rótast sí og æ og verða af hyl- dýpishvörf, er valnið grefur og sandurinn breiðist yfir. Silungsveiði er mikil í ánni þar niður Irá á vorin. Sækja þangað bændur þeir, er í grend búa, og eru oft margir i senn að veiðum. Guðmundur sótti fast veiðarnar. Hann var alinn upp við sil- ungsveiði frá barnæsku á Hafursstöðum, kapps- fullur veiðimaður og ofurhugi, enda karlmenni hið mesta, syndur vel og alvanur að etja við Jök- ulsá og náltúruöflin þar frammi á fjöllunum, en ekki að sama skapi kunnugur lygnubleytunum hið neðra. Þótti sumum, sem þeim voru kunnugri, hann fara helst til djarft, og vöruðu hann við, en það tjáði lítt. Kristinu konu hans halði dreymt um veturinn á Vífilsstöðum, að af sjer væri tekin hægri höndin, en um haustið áður dreymdi Hall- dóru systur hans á Hafursstöðum, að hún horlði á bróður sinn hverfa í sandbleylu, en sá ekki

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.