Óðinn - 01.01.1921, Side 75
ÓÐINN
75
hins gamla höfuðbóls. Heimili hennar var lengst-
um eitt langstærsta heimilið í ísafjarðarsýslu, 6—7
húskarlar og ekki færri vinnukonur auk gustuka-
manna, unglinga og tökubarna, sem jafnan voru
fleiri og færri á heimili hennar. En öll heimilis-
stjórn hennar meðan hún var á upprjettum fótum
bar jafnan volt um skörungsskap hennar, dugnað
og hyggindi.
Þuríður hefur reynt það i orðsins eiginlegasta
skilningi að vera bæði bóndinn og húsfreyjan á
einu stærsta heimili landsins. Fyrri mann sinn
misti hún 19. júní 1873 eftir aðeins 9 ára sam-
búð, bjó hún eftir það sem ekkja þar til hún
giftist Jakobi. En ekki stóð Ögurbúið með minni
blóma þau ár en meðan fyrri maður hennar lifði
og var hann þó lalinn dugandismaður. Frá því
að seinni maður hennar dó og þar til fyrir nokkr-
um árum, er hana þraut heilsu og krafta, stóð
hún ein fyrir búinu, og þótt hún ekki gæti hald-
ið áfram hinum miklu búnaðarframkvæmdum
hans til lands og sjávar, sökum vaxandi verka-
fólkseklu og annara óviðráðanlegra orsaka, veilti
hún búinu forstöðu utanbæjar sem innan með
sama skörungsskapnum og ráðdeildinni sem í
fyrra ekkjudómi sínum.
í þeim mikla fjölda karla og kvenna, sem verið
hafa heimilismenn Furíðar alla hennar löngu bú-
skaparlíð, hefur sjálfsagl oft verið misjafn sauður
í mörgu fje, og því reynt mjög á lag og hyggindi
húsfreyjunnar. En alt fór það henni vel úr hendi
og mörg eru þau hjú hennar enn á lífi, sem að
vísu þótti húsfreyjan í Ögri stundum nokkuð stór-
lynd og umvöndunarsöm, en sem sáu það eftir á
að . vandlæti hennar varð þeim til góðs og vist
þeirra hjá henni þeim drjúgnr menningarauki, þeim
til hags og þrifnaðar er þau siðarmeir áttu yfir
öðrum að segja. Ögurheimilið var um hennar
daga fyrirmyndarheimili að ráðdeild og þrifnaði
og álti húsfreyjan vissulega sinn þátt í því. Fyrir-
myndarheimilin islensku eru enn í dag hetri ujjp-
eldisstofnanir fyrir ungu kynslóðina en sumir
skólarnir okkar, þó minna sje þar um bókvitið.
Allir heimilismenn Þuríðar fyr og síðar minnast
hennar sem góðrar og ræktarsamrar húsmóður,
og trygð hennar og velvild til margra þeirra hefur
heldur ekki verið endaslepp. Hún er kona injög
góðgerðasöm við fátæka menn, og þeir eru ótaldir
fátæklingarnir í Ögursveit sem hún hefur rjett
hjálparhönd, er þeim lá mest á. En þar hefur
vinstri höndin varla mátt vita hvað hin hægri gerði;
af svo miklu fordildarleysi hefur hún gert góðverk sín.
Þuríður naut engrar mentunar í æsku fremur
en bændadætur á þeim dögum. En hún hefur
mentast í skóla lifsins og þær lexíurnar hefur hún
líka lært vel. Hún er mjög vel greind að eðlisfari,
bókhneigð og minnug og fróð um margt, en nú er
minni hennar mjög tekið að hnigna. Fremur dul
í skapi hefur hún verið og þur á manninn við
fyrstu viðurkynningu, hefur hún best notið sín í
fámenni meðal kunningja sinna og verið þá bæði
ræðin og skemtin. Ekkert hefur verið henni fjar-
lægara en að vilja berast mikið á i lífinu, en þrátt
fyrir það hefur hún orðið mörgum kunn sakir
mannkosla sinna og skörungsskapar. Að heimili
hennar, sem er i þjóðbraut, hefur margan gest að
garði borið og liafa allir þar hitt fyrir íslenska
geslrisni, var hún þar samtaka báðum mönnum
sínum.
Ekki hefur Þuríður farið varhluta af hörmum
lífsins. Saina árið sem hún misti fyrri manninn
dóu tvö efnileg börn þeirra í desembermánuði, 7
og 8 ára, með fjögra daga millibili, og einkason
sinn af seinna bjónabandi misli hún rúmlega tví-
tugan árið 1905, góðan og efnilegan pilt. En
Þuríður hefur borið þetta mótlæti ineð krislilegri
hugprýði og frábærum kjarki. Iiún er kona trú-
lækin og mjög kirkjurækin. Síðan hún misti lieils-
una hefur henni verið það mikil raun, að geti
ekki komist í guðs hús, og það hygg jeg að henni
þyki nú ekki vænna um annað í eigu sinni en
kirkjuna sina.
Allmörg undanfarin ár hefur hún lilla sem enga
fótavist haft sökum mátlleysis í fótunum, hefur
það ágerst mjög nú upp á síðkastið, en sálar-
kröltum sínum heldur hún enn furðulítið biluð-
um eflir aldri. Mestan hluta æfi sinnar var hún
heilsuhraust og slórmyndarleg kona sýnum.
Dætur hennar veita búi hennar forslöðu.
Börn hennar og Jakobs eru tvær dætur á lífi:
Halldóra Þuríður, fædd 28. desbr. 1877, Ragnhild-
ur, fædd 29. sept. 1880, og Árni, fæddur 14. sept.
1882, dáinn í Kaupmannahöfn 8. sept. 1905.
Af fyrra hjónabandi á hún engin börn á lífi.
Allir hinir mörgu vinir og kunningjar Þuríðar
óska henni rólegs æfikvölds undir umönnun ást-
ríkra dætra eftir mikið og velunnið dagsverk.
Vigur, 6. mars 1920.
Siyurður Stefánsson
M