Óðinn - 01.01.1921, Qupperneq 79

Óðinn - 01.01.1921, Qupperneq 79
Hjer er sýnd síðasta ljósmynd, sem tekin var Matthiasi Jochumssyni skáldi. Hann situr útifyrir húsi Steingríms læknis sonar sins á Akureyri og er það Steingrimur læknir, frú hans og börn, sem með honum eru á myndinni. menta hana bæði hjer á landi og erlendis, eftir því sem kostur var, enda var hún næsta vel móttækileg fyrir þá mentun er hún fjekk, því þar fóru saman hinar bestu gáfur og ágætustu mannkostir. Var Elin- borg á sinni tíð álitin með rjettu einn allra besti kvenkostur á Vesturlandi og þó víðar væri leilað — bæði sakir gáfna, mannkosta og auðlegðar. Mannkostir hennar eru öllum kunnir, er muna hana, og »belra hjarta brjósti í bærst ei neinu getur« var eilt sinn sagt um hana; er það satt, þvi trautt getur belri konu en hún var. Hún kom allstaðar fram til góðs og vildi öllum hjálpa, og ómælt og ótalið er það sein hún gaf fátækum, og eng- inn mun sá hafa farið synjandi, er leitaði bjálpar hennar, ef hún með nokkru móti mátti úr þörf- inni bæta, og það var sannarlega mikið sein þau Staðarhraunshjón gáfu fátækum árlega. Sem dæmi risnu þeirra og hluttekningar í erfiðum kjörum annara má geta þess, að fellisvorið mikla 1882 gáfu þau hjón hverjum kirkjulandseta eftir 1 vætt af þess árs eftirgjaldi, en landselar voru þá um eða yfir 20 að tölu, og kom það ár þó hart niður á síra Jónasi sem landsdrotni, því sjálfur varð hann það ár að láta frá sjálfum sjer yfir 50 ær og 1 kú í slað fallinna kúgilda á kirkjujörðuin prestakallsins. Frú Elin- borg fjekst töluvert við lækningar, og tókust þær mæta vel, en ekki gerði hún sjer það tii fjár, held- ur til að hjálpa þeim sem bágt áttu, en fyrir það varð hún fyrir töluverðum óþægindum, því máls- sókn var hafin gegn henni fyrir lækningarnar, en þrátt fyrir það þó það sannaðist að hún hefði einungis gert gott með lækningum sínuin var hún þó dæmd í fjársekt. En svo vinsæl og vel metin var hún, að sveitungar hennar og hjeraðsmenn skutu saman og borguðu sekt þessa, og skoruðu á hana að halda lækningum sínum áfram þiátt fyrir málssóknir og fjárútlát — þeir skyldu glaðir borga, einungis að hún vildi halda áfram. Svo mikils þótti þeim koma til lækninga hennar. Frú Elin- borg var fríð kona sýnum og höfðingleg, og sá hver við fyrstu sýn að þar fór saman góð kona og tíguleg, hinn einkar góðlegi andlitssvipur bar vott um hið góða og göfuga bjarta, er engan þoldi að sjá eða vita eiga bágt. Eins og eðlilegt var um konu með hennar miklu hæfileikum, mentun og mannkostum, reyndist hún líka eftir þvi i hús- freyjustöðunni. Heimilislífið var hið besta og sam- búð bjónanna hin ákjósanlegasta, svo heimilið varð sannkallað fyrirmyndar heimili bæði í sið- prýði og höfðingsskap. Eftir að síra Jónas dó hjelt frú Elinborg áfram búskap á Skarði til dauða- dags, 14. marz 1902. Meðan góðrar íslenskrar konu verður minst verður frú Elinborgar Krist- jánsdóttur ætíð minst sem einnar hinnar fyrstu og fremstu í þeirri göfugu sveit. Börn þeirrra síra Jónasar og frú Elinborgar eru þessi: 1. Ingibjörg, kona síra Sveins Guðmunds- sonar í Árnesi, 2. Margrjet, kona síra Guðlaugs Guðmundssonar á Stað í Steingrímsfirði, 3. Krist- ján, verslunarstjóri í Borgarnesi, 4. Guðmundur kaupmaður í Skarðsstöð, 5. Einar, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, og 6. Kristín, dáin 1913, kona óðalsbónda Boga Magnúsen á Skarði. Þessi heiðurshjón hvíla nú í hinum helga og friðsæla reit í Skarðskirkjugarði, hvert við annars hlið, eins og þau höfðu fylgst saman i trú og elsku, í meðlæti og mótlæti,. um lífsins veg. En vjer, sem eftir lifum og nutum svo margs góðs og gleðilegs af viðurkynningunni við þau, munum ávalt geyma minninguna um þau í heiðri og blessun, og æ minnast þeirra sem sannra heiðurs og sómahjóna í þess orðs sönnustu og bestu merkingu. Blessuð sje ætíð minning þeirra. Sv. Guðmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.