Óðinn - 01.01.1921, Side 82

Óðinn - 01.01.1921, Side 82
82 ÓÐINN í Grímsá í Borgarfirði á 19. ári 1893, Ástríður, dáinn 1905, Helga kona Bjarna Bjarnasonar bónda á Skáney í Reykholtsdal, Guðrún kona Páls Zóphóníassonar skólastjóra á Hólum í Hjaltadal, Vigdís kona Sigurðar Bjarnasonar bónda á Odd- stöðum í Lundareykjadal, Jón bóndi í Deildartungu, giftur Sigurbjörgu Björnsdóttur systur Andrjesar skálds, og Hallfríður ógift. Öll voru Jiau börn þeirra hjóna mæta vel gefin. Hlutu þau gotl upp- eldi og góða heimiliskenslu strax í bernsku. Auk þess fengu þau öll áframhaldsmentun á ýmsum skólum, bæði til munns og handa. Til þess var líka geta góð, því bú var stórt og nytjamikið á hinni miklu og vel setnu jörð. Deildartungu átti Jón faðir Vigdísar. Skiftist hún til arfs milli hinna ellefu barna hans. Keypti Hannes síðar alla þá parta, fyrir gróða búsins. í föðurarf hlaut Hannes góðjörðina Oddstaði í Lundareykjadal og Klett í Reykholtsdal. Þannig eftirljet Magnús tvær jarðir hverjum hinna fimm sona. Auk þess gaf hann tvær jarðir, aðra þeirra Reykholtsdalshreppi, með þeim skilmála, að fátæk ekkja, sem bjargaðist án sveitar og hefði fyrir ómaga að sjá, nyti afgjaldsins af jörðunni. Af verkunum þekkjast menn. Hannes í Deildartungu Ijetst úr lungnabólgu 1903. Tók Jón sonur hans þá við bústjórn með móður sinni. Var hann þá aðeins á 18. ári, en bráð- þroska bæði til vits og verka. — 1913 seldi Vig- dis bú og jörð í hendur hans, en Ijetst ári síðar, 1914. Var hún þá 71 árs að aldri. Þórhallur biskup flutti fagra ræðu við útför hennar. Heim- sótti hann þá Reykdæli í síðasta sinn. Eins og sjá má af því, sem að framan er ritað, voru þau Deildartungubjón í röð allra fremsta búenda á sinni tíð, bæði sökum hæfileika og mannkostu, sem að vonum ganga í arf til niðja þeirra. Minning þeirra mun blessuð og í heiðri höfð af þeim mörgu, sem nutu góðs af rausn og mannkostum þeirra. Kr. P. Sí Sakar ekki. Að hún er ei fjaska fríð finst mjer lítið saka, — augun hennar björt og blíð bænum mínum taka. Fnjóskur. 0 Ólafur og Anna Thorlacius. Ólafur Thorlacius var fæddur í febrúar 1837, sonur Árna Thorlaciusar R. af Dbrg., í Stykkis- hólmi. Hann var fyrst tvo vetur í latínuskóla Reykjavíkur og síðan aðra tvo vetur á verslunar- skóla í Kaupmannahöfn. Eftir það var hann í kaupförum á sumrum, eða svokölluðum »spekú- lantstúrum«. Síðan var hann um tíma verslunar- stjóri í Stykkishólmi, fyrir Smith í Reykjavík, og giftist þá eftirlifandi konu hans, Önnu, dóttir Jóns Daníelsens, borgara í Grundarfirði. Eftir það var hann bókhaldari hjá kaupm. Richter í Stykkis- Ólafur Thorlacius. Anna Thorlacius. hólmi í mörg ár, en síðan hjá Daníel bróður sínum, er stóð fyrir hinni norsku verslun, er stofnuð var með miklu braski og bramli og gufu- skipið »Jón Sigurðsson« þá sett á laggirnar. En það stóð stulta stund og endaði með því, að eignir hins gamla Thorlaciusar gengu að mestu lil þurðar, af því að hann greiddi allan þann tekjuhalla sem varð á versluninni hjá Daníel; en Thorlacius var um langt skeið talinn auðugasti maður á Vesturlandi. Ólafur sál. hafði á hendi veðurathuganir í Stykkishólmi í 50 ár og fjekk mikið hrós fyrir það starf bjá Observatoriinu í Kaupmannahöfn. Hann var í mörg ár hreppstjóri í Helgafells- og Stykkishólmshreppi, og var alt, sem hann gerði, leyst af hendi með dæmafárri vandvirkni og sam- viskusemi. Hann andaðist í maí 1920. Myndin, sem hjer er sýnd, er tekin af honum 45 ára. Með Ó. Th. er til grafar gengin ein af hinum fyrri tíma gömlu og göfugu höfðingjaættum þessa lands. St. D. Frú Anna Thorlacius er þekt af ritgerðum, sem birtst hafa eflir hana í íslenskum tímaritum og er hún mesta merkiskona og fróðleikskona. Hefur hún sjálf í ritgerðum sínum sagt frá ævi sinni, einkum á yngri árum.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.