Óðinn - 01.01.1921, Síða 89

Óðinn - 01.01.1921, Síða 89
ÓÐINN 8ð 6. Halldór Bernharður, fæddur 9. ágúst 1879. Giftur bóndi á Vöðlum. 7. Einar, fæddur 28. okt. 1881, dó 21. júlí 1882 8 mánaða gamall. 26. desember 1920. Sighv. Gr. Borgfirðingur % Sigvaldi St. Kaldalóns læknir. Sigvaldi læknir er þegar orðinn þjóðkunnur fyrir tónlagasmiðar sínar, sem ílestir munu telja bæði fallegar og einkennilegar. í Iögum hans má glögt kenna svipbrigði sorgar og gleði, jafnt og ham- skifti íslenskrar náttúru og hverfulleik í blíðu og stríðu. — Mun hann með viðkvæmni sinni og innileik hafa snortið hjörtu margra söngelskra. ís- lendinga. Það var þó ekki ásetningur minn með línum þessum, að kveða upp nokkurn dóm um tónsmíðar hans. Það gera á sínum tíma mjer færari menn — enda eru flest bestu verkin hans heima í föðurgarði ennþá. En það eitt þykist jeg þó mega fullyrða, að vögguljóð hans hverfi ekki með honum í gröfina. — Viðkvæmnin mun sjer- staklega einkenna lrann sem tónskáld, og við- kvæmnin auðkennir hann sem lifandi mann og starfandi. Hvernig er hann þá sem læknir? Til að vinna fje er hann óleikinn, en nákvæmur er hann og samviskusamur við sjúklinga sína og leitun mun á vinsælli roanni i hans stöðu. Hann er ekki atkvæðamikill sem læknir, en hann vísar tafarlaust til »kolIega« sinna eða sjer færari uppsprettu- manna í því, er hann sjálfur má ekki við ráða. Hann er strangur móti ónauðsynlegri notkun áfengis og hefur ekkert áfengi eða áfengis- resept látið af hendi hvorki til vina nje vanda- manna. Hann er enginn bardagamaður og það er fjærri honum að grafa í sorphauga eftir fjármun- um. Sigvaldi er listelskur maður og ann öllu fögru í hvaða mynd sem það kemur fram. — Hann er mjög tilfinninganæmur og smekkvís, en það ein- kennir hann sjerstaklega hvað hann er ósjergóður og ber hag heildarinnar fyrir brjósti. Nú er svo komið að Sigvaldi læknir hefur mist heilsu sina og þá er mikið farið. Hann hefur nú á undanförnum tíu árum þjónað i erfiðu hjeraði og hefur að allra áliti, sem til þekkja, staðið prýðilega í stöðu sinni. En sökum veiki þeirrar, sem hann ber, neyðist hann til að láta af læknis- verkum í hjeraði því, er hann hefur þjónað, og mun ætlun hans að sigla til Danmerkur með konu sína og börn og leita sjer heilsubótar. Hefur Alþingi 1921 veitt honum 8000 kr. styrk, til eins árs, fyrir settan lækni, er skal þjóna í fjarveru hans. Eru hjeraðsbúar í Nauteyrarhjeraði og allir, sem einhver kynni hafa af Sigvalda lækni, mjög þakklátir Alþingi fyrir fjárveitingu þessa; því vinir Sigvaldi St. Kaldalóns, Sigvalda læknis biðja hann ekki einungis vel fara og lengi lifa, eins og menn báðu fyrir Gretti Ás- mundssyni, heldur biðja menn að hann megi fljótan bata fá og aftur koma. — Sigvaldi St. Kaldalóns er fæddur 13. jan. 1881, í Reykjavík, sonur lijónanna Stefáns Egilssonar múrara og Sesselju Sigvaldadóttur ljósmóður. Er hann elstur af börnum þeirra hjóna, en Eggert söngvari yngstur. Sigvaldi giftist 16. sept. 1909, danskri hjúkrunar- konu, Karen Margrelhe Tliomsen, fædd Mengel. Hún er hin mesta myndarkona, og hefur sambúð þeirra hjóna verið hin ástúðlegasta. |>au eiga þrjú börn. — Myndin, sem hjer fylgir, er tekin árið 1909, um líkt leiti og hann tók við embætti. J. M. Eggertsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.