Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 3
ÓÐINN 3 Jón Stefánsson. Eflir Dr. Stefán Einarsson. l- Laugardaginn 29. okt. síðastliðinn andaðist hjer í Baltimore Islendingurinn Jón Stefánsson. Tæpum tveim vikum áður hafði hann gengið út í húsagarðinn, þar sem hann var að vinnu sinni, og vissi þá eigi fyrri til en hann fjekk höfuðhögg mikið, að honum virtist, svo að hann fjell við og misti meðvitundina. Að litlum tíma liðnum gengu menn fram á hann þarna og var hann þá fluttur á næsta spitala (South Baltimore General Hospital), þar sem hann lá eftir það. Bráði að vísu af honum um tíma, svo að ekki þótti örvænt um hann, en tveim dögum áður en hann dó vernsaði honum aftur svo að auð- sýnt var til hvers dró. Jarðarförin fór fram frá heimili hans, 2012 West Lanvale Street, 2.' nóv., og fylgdu hon- um til grafar,' auk fjölskyldu hans og íslenskra vina, gamlir vopnabræður hans úr spanskame- rikanska; striðinu (Members of General Henry W. Lawton Camp, nr. 5, United Spanish War Yesterans). Sáu þeir að miklu leyti um útför hans og grófu hann að hermanna sið í kirkju- garði ríkisins (Loudon Park National Cemetery). II. Jón Stefánsson var fæddur að Valþjófsstað í Fljótsdal 27. apr. 1873, sama árið og faðir hans, Stefán Pjetursson (1845—87), vígðist prestur til Desjamýrar í Borgarfirði. En Stefán var sonur sjera Pjeturs Jónssonar prests á Valþjófsstað og viðar, sonar Jóns Porsteinssonar vefara (1771 — 1827), er manna kynsælastur hefur orðið á Aust- urlandi, einkum Fijótsdalshjeraði, á seinni tim- um (Vefaraætt). Anna f. kona sjera Pjeturs en móðir sjera Stefáns var dóttir sjera Björns á Eið- um Vigfússonar frá Garði, en í móðurkyn var hún af Krossavíkurætt. Móðir Jóns, en kona sjera Stefáns, var Ragn- hildur Björg Metúsamelsdóttir frá Möðrudal (1844—1923), ágæt kona og kvenna fríðust. Hún var í föðurkyn af Möðrudals- og Bustarfellsætt, en í móðurkyn af Kjarnaætt í Eyjafirði. Þeim sjera Stefáni og Ragnhidi varð fjórtán barna auðið, eins og ekki var með öllu ótítt á dögum afa vorra og amma. Hitt var vist fátið- ara, að þau mistu eigi nema tvö börn af þess- um hóp í æsku, en hin tólf lifðu öll, mönnuð- ust vel og lifa flest enn í fullum krafti, þótt nú líði að úthalla æfi þeirra margra. Jón var hinn þriðji í röðinni að aldri þeirra systkina. Elst var Þórdís (1870), kona Davíðs Sigurðssonar trjesmíðameistara á Akureyri, þá Pjetur (1871 — 1910), síðast bóndi á Bót. Pá Jón, þá Anna (1876), kona Þorvarðar Brynjólfssonar prests á Stað í Súgandafirði, þá Björg (1876), er fór til Ameriku og átti Jón Arngrímsson John- son bónda í Minnesota, þá Halldór (1877) bóndi í Hamborg í Fijótsdal og Torfastöðum í Vopna- firði, nú um hríð þingmaður Norðmýlinga. Pá Pórunn (1879) ógift, þá Björn (1880) um skeið þingmaður Sunnmýlinga, þá Guðmundur (1881) er fór til Ameriku, og varð skólamaður (ókvænt- ur), þá Metúsalem (1882) búnaðarmálastjóri, um skeið skólastjóri á Eiðum, þá Þorsteinn (1883), kennari á Hvanneyri um skeið, hreppstjóri að Pverhamri í Breiðdal, þá Jónína Aðalbjörg (1886), kona Guðmundar Þorbjarnarsonar múr- arameistara á Seyðisfirði. Öll hafa þessi systkini verið meira en í með- allagi að andlegri og líkamlegri atgervi, ljós yfirlitum, heldur stórskorið andlit, en oft frítt, hátt enni með sveip framan í hárinu. Hef- ur komið fram hjá þeim meira og minna sterk hneigð til höfðingsskapar og forgöngu: bræðurnir hafa flestir verið atkvæðamiklir í sveitar- verslunar- eða stjórnmálum. III. Eins og áður er sagt, fór Jón með foreldrum sinum, drengur á fyrsta ári, að Desjamýri í Borgarfirði. Þar ólst hann upp til 11 ára aldurs, er faðir hans fjekk Hjaltastað í Útmannasveit (1884). Síra Stefán varð eigi langlifur, hann dó sumarið 1887, og næsta vor fluttist ekkjan bú- ferlum að Geitagerði í Fljótsdal, með flest börn- in, en sum voru tekin i fóstur af ættingjum og vinum. Jón var með móður sinni þar til hann fór til Ameriku sumarið 1893, með Guðmundi bróður sinum, þá 12 ára dreng. Urðu þeir sam- ferða sjera Matthiasi Jochumssyni, er þá var að fara á sýninguna frægu í Chícago. Er ekki ólík- Iegt að tvent hafi dregið þá bræður til farar þessarar, fyrst og fremst þrengsli í búi heima fyrir og þar næst áeggjanir frændfólks þeirra, er þegar var sezt að í Ameríku. Voru það þau

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.