Óðinn - 01.01.1934, Qupperneq 24
24
ÓÐINN
Hvammur á Landi.
Gnúpverjahreppa, þegar svo ber undir og sæmi-
lega er fært, og þá helst að sumarlagi, er út-
lendir eða innlendir ferðalangar fara á hestum
milli Heklu og Geysis eða Þjórsárdals. Enn
fremur voru og áður 2 aðrir alkunnir fjölfarnir
ferjustaðir sunnar yfir þessa stórá, Króksferja
og Sandhólaferja. En nú eru allar aðal-ferðir
Landmanna, sem annara sveita austan Þjórsár,
um Þjórsárbrúna hjá I’jótanda, síðan hún kom,
enda er nú og kominn þjóðvegur, yfirleitt góður,
að henni og frá, yfir Holtin, og aftur af þeim
þjóðvegi önnur þjóðleið upp og austur Holtin
inn í og gegnum Landsveit alt að Múla undir
Skarðsfjalli. Er sú leið kölluð »Fjallbaksvegur«
af því, að henni er ætlað að ná alla leið austur
í Skaftártungu, að baki fjalla, um afrjetti Land-
manna og Skaftfellinga, þar sem og einatt áður
hafa milliferðir orðið. En enn þá er þessi Fjalla-
baksvegur i smíðum og einatt á ýmsum stöðum
ýmist illfær eða ófær vögnum, auk heldur bíl-
um, einkum þó í vætutíð á sumrum og vetrar-
bleytum og snjóum. Svo að enn er þá þessi
sveit — sem og ýmsar fleiri — meir eða minna
einangruð tímum saman, þótt hátíðlegt sje hjá
þvi, sem áður var.
Þá er mannfólkið og saga þess í þessari sveit.
Hjer vantar kunnáttu og gögn til að Iýsa fólki
og sögu þessarar bygðar frá fornu fari, og meir
en svo. Frá fornöld er það eitt vitanlegt, eða
taíið víst, að sveitin sje upphaflega að nokkru
numin af landnámsmönnum. Nefnir Landnáma
þar til Snjallstein að Snjallsteinshöfða, Lunan að
Lunansholti, Ketil einhenda að Á, sem nú er
eyðijörð liggjandi undir Hvamm; Orm Auðga
að Húsagarði, Brand að Völlum (líkl. Stóru-
Völlum) og Ketif Örriða að Völlum hinum ytri
(líkl. Minni-Völlum nú). En þótt fleiri land-
námsmenn að bújörðum í hrepnum sjeu ekki í
minnum hafðir, má vel ætla, að þeir hafi fleiri
verið, og þá hið efra í sveitinni, þar sem verið
hafa, og eru enn, engu ógirnilegri jarðir en hið
syðra og ytra, svo sem Leirubakki, Galtalækur,
og áður Stóri-KIofi og Mörk. En að öðru leyti
er eðlilegast að hugsa sjer, að út frá slíkum
frumbyggjum hafi svo fólkið kvíslast og dreifst
um sveitina, og »reist sjer bygðir og bú« í land-
námum feðra og forfeðra sinna, uns hún var
alskipuð svo sem fært hefur þólt. En hversu
sem þessu hefur verið háttað, þá er þó eitt
einkennilegt og eftirtektarvert um þetta fólk
fornaldar, að það virðist hafa verið yfirleitt kyr-
látt eða ekki mikið útbrota- og umbrotafólk,
heldur oftast nær nokkuð út af fyrir sig, og
stórvítalaust innbyrðis. Því að fárra eða engra
er getið þar fornaldar ribbalda eða sögulegra
stórlaxa, sem vasast hafi i vígaferlum og mála-
þvælum út á við, og ekki heldur innsveitis, svo
að sögulegt þætti. Það væri þá einna helst Torfi
í Klofa, Eysteinn í Mörk, sem sögur hafa farið
af, og þó ekki um nein »endemi«, sem betur fer.
Víst er þó, að hjer, eigi síður en annarstaðar,
hafa á öllum öldum, síðan bygð hófst, lifað og
starfað margir íleiri mætir og enda merkir menn,
karlar og konur. Mætli þar til enn fremur nefna
frá eldri tíð Pál Jónsson, Loftssonar, í Skarði,
síðar Skálholtsbiskup, og ýmsa aðra á siðari
tíð, þótt eigi sjeu gerðir sögufrægir.
Um athafnir, afkomu og vegnan sveitarbúa
hjer í fornöld og fram eftir öldum, eða fram á
síðustu öld, er eigi heldur hjer að fá nokkra
sögulega þekkingu nje örugga vissu. En vel má
ætla, að löngum hafi fólki hjer liðið vel, bæði
fyr og síðar. Má byggja þá ætlun á þvi, að þegar,
eða svo lengi sem sveitin var óskemd, eða lítt
skemd, af náttúrunnar og mannavöldum, þá
hefur hún sýnilega verið ein hin mesta búsæld-
arsveit að flestu leyti; enn fremur á því, hve
fáar og smáar sögur fara af þessu fólki; því að
sjálfsagt hefðu orðið og geymst einhverjar sögur
af þvi, ef mikið hefði út af borið. Og loks má
og nokkuð marka af því, sem lengi hefur verið
sagt um margt fyrri tiðar fólk hjer, að það vildi
mjög ógjarna hjeðan hverfa, og þráði helst fornar
stöðvar, ef það barst á braut, enda er jafnvel enn