Óðinn - 01.01.1934, Qupperneq 37
ÓÐINN
37
Ðjörn Jakobsson og
Guöný Kristleifsdóttir.
Þau eru bæði ættuð og upp runnin úr Borgar-
firði. Hann er fæddur að Varmalæk 5. júní 1894.
Foreldrar hans eru hin alkunnu merkishjón,
Jakob Jónsson, bóndi á Varmalæk (dáinn 1912)
og Herdís Sigurðardóttir, kona hans, er enn
býr þar rausnar- og myndarbúi. Björn stund
aði áunglingsaldri
nám í unglinga-
skóla Ásgríms
Magnússonar í
Rvík og í Hvítár-
bakkaskóla undir
handleiðslu Sig-
urðar skólastjóra
Þórólfss. Annar-
ar skólamentunar
hefur hann ekki
notið. En þegar
Sigurður þórólfs-
son seldi Hvítár-
bakka og ýmsir
áhugasamir Borg-
firðingar keyptu
jörðina til þess
að reka þar búskap og skóla, þá varð Björn
skólabúsráðsmaður, og kennari um allmörg ár.
Fyrstu árin, sem hann var þar kennari, hafði
sá, er þetta ritar, forstöðu skólans á hendi. Var
því Björn samverkamaður minn þau árin. Á þeim
árum las hann og lærði mjög mikið og varð
þann veg fjölmentaður í besta lagi. Hann var
lipur, duglegur og skýr kennari og mjög vinsæll
meðal nemenda.
Björn er listhneigður og listrænn. Ágætlega er
hann söngfróður og mjög söngelskur. Leikur
hann prýðilega á hljóðfæri ög hefur verið kirkju-
organisti um langt skeið. Kom söngkunnátta
hans honum að ágætu haldi meðan hann var
kennari, þvi að söngkenslu hafði hann á hendi
við skólann allan þann tíma. Iþróttamaður var
hann og kendi leikfimi við skólann um allmörg
ár. Komu þar kennarahæfileikar hans greini’ega
fram, því að kensla hans var í þeirri grein, sem
öðrum, smekkvís, nákvæm og ákveðin, enda þótt
hann væri »ólærð-
ur« leikfimi- og í-
þróttakennari.
Á síðari árum
hefurBjörnstund-
að landbúnað, eft-
ir að hann Ijet af
kenslustörfum. —
Síðan hann gekk
að eiga konu sína,
hefur hann verið
á Stóra-Kroppi og
rekið þar búskap
ásamt tengdaföð-
ur sínurn. En hin
listræna hneigð
hans hefur ekki
kafnað fyrir það.
Á þeim árum hefur hann lagt mikla stund á
skurðlist. Á því sviði hefur hann gert marga
hlutí ágætlega, enda erhann hjer um hjerað við-
urkendur fyrir skurðlist sína. Og skoðun min
er sú, að smekkvísi hans og listræni hafi enn
þá hvergi komið skýrar fram en í þeim hag-
leik hans.
Björn er vitur maður og drengur góður.
Kona Björns, Guðný Kristleifsdóttir, er fædd
Björn Jakobsson.
Gnðný Kristleifsdótlir.
að velja hann fyrir oddvita sinn; því að þótt
Eyjólfur sje eðlilega tekinn að eldast eða hrörna
að líkamanum til, þá er samt »andinn reiðu-
búinn«, eða hinn sami; sami áhuginn og viljinn,
sama umhyggjan og aðgæslan um hag sveitar
og sveitunga, og sama natnin og nákvæmnin
um allar fjárreiður og reikninga, sem fyrir er
trúað. Og ekki er að efa, að nóg er nú orðin
æfingin og kunnáttan í þessum efnum, og and-
legir starfskraftar nógir enn.
Skal svo sögu og máli lokið með tileinkun
til hins 50 ára gamla oddvita á 77. aldurs ári
hans, með þökk fyrir langt og hamingjudrjúgt
starf, og ósk um rólegt og friðsamlegt æfikvöld
og sólarlag.
Frá velkunnandi og unnandi sveitungum lians.