Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 8

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 8
10 þess að reisa skólann við, var að breyta algjörlega fyrir- komulagi hans og útvega honum nýja kennslukrapta. Tók hann þegar að vinna að þessu hvorttveggja í kyrþey. Árið ÍQOI kom fram tillaga um það á amtráðsfundi að leggja skólann niður. En þá hafði amtmaður ráðið ráðum sínum um fyrirkomulag hans og tveir amtráðsmannanna fylgdu honum eindregið að ínálum, svo tillaga þessi var felld. Varð það að lokum ofaná að breyta skólanum í vetrarskóla, »þar sem bóklega kentislan yrði svo góð og styddist við svo fullkomin kennsluáhöld, sem framast væri föng á, en að því er snerti kennslu" í bústörfum, þá var ætlast til að hún sumpart færi fram hjá góðum bændum, „sumpart yrði að koma upp sjerstakri kennslu t. d. í garðyrkju og þyrfti hún ekki fremur en verkast viidi að fara fram á skólajörðinni". — Búið og jörðin skyldi seld á leigu. Til þess að tryggja það sem best, að skólinn ætti völ á sem bestum kennslukröptum, var Sig- urður búfræðingur Sigurðsson styrktur til náms á búnað- arháskólanum, og þeir Jósep Björnsson og Flóvent Jó- hannsson voru styrktir til utanferðar. Til áhaldakaupa var varið óvenjulega miklu fjt. Árið 1902 var Sigurði Sigurðssyni, sem þá var útskrif- aður af búnaðarháskóianum og ferðast hafði um Norður- lönd, veitt skóiastjórastaðan. Árið eptir samþykkti amtsráðið nýja reglugjörð fyrir skólann. Meðal nýmæla þeirra, sem reglugjörð þessi hefur að geyma, eru hin stuttu námskeið fyrir bændur og bændaefni. Hefur þessi kennsla gefist vel og aflað skólanum vinsælda, enda hefur hann staðið með hinum mesta blóma síðan fyrirkomulaginu var breytt. Þótt fleiri ættu hjer hlut að máli, þá átti þó Páll amtmaður mestan og bestan þátt í því að breytingar þessar kornust á og skólinn rjetti við. í beinu sambandi við viðreisn Hólaskóla stendur rækt- unarfjelagsstofnunin. Pað var á »bændaskóla"tímabilinu, síðari hluta marzmánaðar 1903, að Sigurður skólastjóri hreyfði því, að stofnað yrði fjelag, er ynni að gróðurtil-. raunum á Norðurlandi. Var þessu vel tekið um allt Norð

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.