Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 10

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 10
12 „Hans víðtæka manngildi vaxandi fór, hans vorhugur færðist í auka," eins og Guðm. Friðjónsson að orði kemst, og nú fyrst var liann kominn í þá stöðu, þar sem hann gat notið sín til fulls. Hann var með öllu óháður og gat helgað krapta sína hverju því starfi, sem hann vildi, og hann vildi margt, en allt hnje það að hinu sama, framför og hagsæld lands og þjóðar. Það var rjett að því komið að Páll Briem tæki við aðalstjórn landbúnaðarmála vorra, og hefði saga hans eptirleiðis eflaust orðið saga landbúnaðarins utn næstkomandi ár. Og þótt allir góðir íslendingar hljóti að harma hið sviplega og óvænta fráfall hans, þá verður það þó einna tilfinnanlegast bændum og búalýð þessa lands. »En harminum fróar, þó hnigirðu í val frá hálfnuðum störfunum öllum, að merki þitt stendur og mænir hátt á menningar blómsturvöllum . . ." Stefán Stefánsson.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.