Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 17

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 17
19 par sem höfrum var sáð. Skýringar. Aðaltilraunastöð Ræktunarfjelags Norðurlands. Nýbrotið ho!t. Leir og sandiblandinn moldarjarðvegur, rauðleitur af járnsýringi. Plægt haustið 1903. Herfað og plægt um vorið 1904. Sáð %. Slegið I5/8. Einstök hafa áburðarefnin gjört líkar verkanir. Oll saman hafa þau aukið grasvöxtinn um 5100 pd. á dagsláttu. Þarnæst hefir Superfosfat og Chilesaltpjetur mestar verkanir. Til- raunin bendir á, að það sé einkum Fosforsýra og Köfnunarefni, sem vanti í jarðveginn, en að ábatavænlegt sje, að bera á öll áburðar- efnin saman. Aðaltilraunastöð Ræktunarfjelags Norðurlands. Jarðvegurinn 2 ál. djúpur, leir og sandur. Efsta lagið 1—2 fet var tekið ofan af og flutt burt vorið 1904; síðan var plægt, herfað, borið á og sáð 2%, en slegið 12/9. Mestar verkanir gerir Superfos- fat og Chilesaltpjetur, sem saman hefir aukið heyvöxtinn um 3471 pd. á dagsláttunni. Mykjan gefur þó mestan peningalegan hag. Annars er eigi gott samræmi í árangrinum, sem að líkindum kem- ur af því, að jarðvegurinn hefir eigi verið samskonar á öllum smá- reitunum. Auðsjáanlega vantar þó aðallega Köfnunarefni og Fosfor- sýru í jarðveginn. Aðaltilraunastöð Ræktunarfjelags Norðurlands. Jarðvegurinn seig og ófúin mýri. Lokræst og plægt 1903. Herfað, plægt og borið á vorið 1904. Sáð 2%. Slegið l2fa. Öll áburðarefnin saman hafa gjört mestar verkanir, eða aukið heyaflan um 3855 pd. á dagsláttunni; þó nægir það eigi til að borga áburðinn. Aftur á móti verður 5,60 kr. ágóði, þegar Thomasfosfat og Chilesaltpjetur eru borin á saman. Næstu ár gjörir Thomasfosfat og Kainit að sjálfsögðu nokkrar verkanir. 2*

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.